Ráðunautafundur - 15.02.1999, Side 217
209
tegunda (hreinni jurtafitu sleppt) var nánast hið sama fyrir hollensku og frönsku fóðureining-
una. Niðurstaðan er því sú að mjólkurfóðureining reiknuð á franska vísu er ívið minna virði
heldur en okkar mjólkurfóðureiningar miðað við það háa gróffóðurhlutfall sem hér er.
ORKUÞARFIR SAUÐFJÁR
Eins og áður sagði voru þær fóðurþarfatöflur fyrir sauðfé sem birtar voru við upptöku
mjólkurfóðureiningakerfisins hér (Ólafur Guðmundsson og Tryggvi Eiríksson 1995) telcnar úr
norskri heimild (Sundstol og Ekern 1992) í samráði við Norðmenn, en þangað voru þær
komnar úr franska orkumatskerfinu (Bocquier og Thériez 1989). Því liggur beinast við að fara
nánar ofan í hvernig orkuþarfir sauðfjár eru reiknaðar í franska kerfinu í samanburði við
önnur kerfi, s.s. það hollenska (Van der Honing og Alderman 1988), breska (AFRC 1990),
ástralska (Australian Agricultural Council 1990) og bandaríska (NRC 1985).
Vidhaldsþarfir
Frakkland. Þar er viðhaldsþörfm sett fram sem fali af efnaskiptaþunga, þ.e. lífþunga í veldinu
0,75:
Orkuþörf í (frönskum) FEm =0,033xLÞ°'75
Þessi jafna á að gilda fyrir ær á húsi og hvorki er gert ráð fyrir auknum orkuþörfum vegna
mikillar hreyfingar né vegna kuldastress. Hver frönsk FEm inniheldur 7,11 MJ af NOm, svo að
0,033 FEm gerir 0,033x7,11=0,235 MJ af NOm. Við útreilcning á þörfunum er miðað við að q
sé 0,57 og km því 0,24x0,57+0,463=0,60. Breytiorkuþörfm til viðhalds er skv. því
=0,235/0,60=0,392xLÞ°73 (MJ). Samkvæmt ofansögðu reiknast viðhaldsþarfir 70 kg ær vera
0,80 FEm, sem samsvarar 5,68 MJ af nettóorku til mjólkurmyndunar og 9,47 MJ breytiorku.
Brelland. Viðhaldsþörfin er sett fram á eilítið flólcnari hátt en í franska kerfinu. Að vísu er
rniðað við efnaskiptaþunga, en áður hefur þó lífþunganum verið breytt í s.k. föstuþunga (fast-
ing weight) með því að deila með stuðlinum 1,08. Svo er bætt við sérstakri orkuþörf vegna
hreyfmgar, sem er í beinu hlutfalli við líkamsþunga:
Nettóorkuþörf til viöhalds (MJ) =0,226x(LÞ/l,08)°'°+0,0055xLÞ
Nettóorkuþörf 70 kg ær er skv. þessari jöfnu 5,55 MJ. Hér er um að ræða nettóorku til
viðhalds, þ.e. stuðullinn kv=0,70 (miðað við q=0,57) er notaður til að reikna breytiorku yfír í
nettóorku og öfugt. Þau 5,55 MJ nettóorku til viðhalds sem 70 kg ærin þarf skv. breska
kerfinu samsvara þá 5,55/0,70=7,90 MJ breytiorku.
Holland. Einfaldasta framsetningin á viðhaldsþörfum er í hollenska kerfmu, en þar eru þær
reiknaðar sem línulegt samband við skrokkþunga. Jafnan sent gefin er upp fyrir ær á viðhalds-
fóðri eingöngu er:
Orkuþörf í FEm=0,0075xLÞ+0,170
Viðhaldsþörf 70 kg ær er skv. þessari jöfnu 0,70 FEm, eða 4,80 MJ nettóorku til mjólkur-
myndunar. Miðað við að nýtingarstuðuil breytiorku yfir í nettóorku sé km=0,60 (q=0,57) þá er
breytiorkuþörf ærinnar 8,00 MJ.
Astralía. Þar er notað breytiorkukerfi sem byggir mikið á breska kerfinu, en er þó á margan
hátt enn nákvæmara. Viðhaldsþarfir fyrir ær á húsi í engri framleiðslu og við eðlilegt hitastig
eru reiknaðar út frá efnaskiptaþunga, en auk þess telcið tillit til aldurs:
Nettóorkuþörf til viðhalds (MJ) =0,28xLÞ°'75xe+-o;i><A (A=aldur í árum)
Viðhaldsþörf 6 vetra ær sem vegur 70 kg er skv. þessu 5,66 MJ af nettóorku til viðhalds,
eða 8.06 M.I breytiorku, miðað við nýtingarstuðulinn kv=0,70. Viðhaldsþarfirnar eru skv. for-
múlunni umtalsvert meiri hjá yngri ám, t.d. 6,38 MJ nettóorku hjá 2ja vetra á af sömu þyngd.