Ráðunautafundur - 15.02.1999, Side 219
211
Orkuþarfir til þungaaukningar
í franska kerfinu er reiknað með að fullorðin ær þurfi 5,6 FEm til að þyngjast um eitt kg. í
franskri FEm eru 7,11 MJ af nettóorku til mjólkurmyndunar. Miðað við q=0,57 og þar með
km=0,60, samsvarar þetta 7,11/0,60= 11,85 MJ af breytiorku. Til að þyngjast um 1 kg þarf þá
ærin 5,6x11,85= 66,4 MJ BO.
í breska kerfinu er reiknað með því að í hverju kg þungaaukningar séu 26 MJ af orku.
Notaður er nýtingarstuðullinn kt=0,78*q+0,006, sem gefur kt=0,45 ef q=0,57. Til að bæta við
einu kg þarf þá ærin 26/0,45= 57,8 MJ BO, eða aðeins 87% af því sem hún þarf skv. franska
kerfinu.
Hér skal þó bent á að ekki er sjálfgefið að miða við q=0,57 við útreikning fóðurþarfa til
þyngingar. Sú stærð er hugsuð út ffá mjólkurframleiðslu, en q=0,57 samsvarar u.þ.b. 76%
meltanleika þurrefnis, eða 0,86 FEm/lcg þe., sem er tala er gæti átt við íslenskt úrvalshey. Hug-
myndin er að þetta svari til meðalorkustyrks í fóðri hámjólka kúa. Jafnframt hefur verið talið í
lagi að yfirfæra þetta á viðhaldsfóður þar sem stuðlarnir kv og km falla álíka hratt með hverri
einingu sem q fellur. Hins vegar fellur fitunarstuðullinn, kt-, miklu hraðar fyrir hverja einingu í
q. Ef verið væri að fóðra íslenskar ær til hóflegrar þyngingar er ekki ótrúlegt að q væri í
grennd við 0,5 (samsvarar 68% meltanleika þurrefnis, eða 0,74 FEm/kg þe.). Þegar q er 0,5 þá
er k|=0,40. Ef miðað er við þann kf stuðul samsvarar nettóorkuþörfin til þyngingar skv. breslca
kerfinu, sbr. hér að ofan, 26/0,40= 65 MJ af breytiorku á hvert kg þungaaukningar, sem er
rnjög svipað og franska kerfið gefur (66,4 MJ).
Samkvæmt þessu virðist því í lagi að
treysta á frönslcu þarfatöflumar til þyngingar
þar sem þær miða við mjólkurfóðureiningar,
en virðast þó aðlagaðar því að nýting breyti-
orkunnar er önnur til þyngingar en mjólkur-
framleiðslu. Meðfylgjandi tafla (4. tafla) um
orkuþarfir fullorðinna áa til viðhalds og
þyngingar er sett fram út frá þessum for-
sendum. Samanburður (Jóhannes Svein-
björnsson, óbirt) við takmörkuð íslensk til-
raunagögn gefur tilefni til að ætla að þessar
þarfir samsvari raunveruleikanum betur
heldur en þær viðmiðanir sem áður voru
settar fram (Ólafur Guðmundsson og Tryggvi
Eiríksson 1995).
Auknar orkuþarfir vegna rúnings
Hluti af viðhaldsorkuþörfunum kernur til
vegna þarfar skepnunnar á að halda stöð-
ugum líkamshita. Sú þörf er breytileg eftir
því í hvernig hitajafnvægi skepnan er við
umhverfi sitt. Svokallað lægra krítískt hita-
stig (LKH) er það umhverfishitastig sem
skepnan þolir án þess að hún þurfi að auka
hitaframleiðslu sína sérstaklega til að halda
stöðugum líkamshita. LKH er hærra eftir
því sem einangrun skepnunnar er minni. I
meðfylgjandi töflu má sjá að hjá 70 kg
5. tafla. Auknar viöhaldsþarfir vegna rúnings, við breyti-
legt hitastig í fjárhúsum.
Aukin viðhaldsþörf, FEm/dat
Vika Uil ef hitastig er:
e. rún. LK.H mm 15°C 10°C 5°C
i 16 10 0,03 0,19 0,35
2 14 13 0,00 0,13 0,28
3 13 15 0,00 0,09 0,23
4 12 17 0,00 0,06 0,19
5 11 19 0,00 0.03 0,16
6 10 21 0,00 0,00 0,13
4. tafla. Orkuþarfir fullorðinna áa til viðhalds og
þyngingar, FEm/dag.
Þungi kg Þynging g/dag Til Til viðhalds þyngingar Samtals
50 0 0,53 0 0,53
50 0,53 0,28 0.81
100 0,53 0,56 1,09
60 0 0,60 0 0,60
50 0,60 0,28 0,88
100 0,60 0,56 1,16
70 0 0,68 0 0,68
50 0,68 0,28 0,96
100 0,68 0,56 1,24
80 0 0,75 0 0,75
50 0,75 0,28 1,03
100 0,75 0,56 1,31