Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 220
212
kind sem fóðruð er til viðhalds er LKH 16°C einni viku eftir rúning, miðað við að meðallengd
ullarháranna sé 10 mm. Ef hitastig í ijárhúsunum er 10°C má gera ráð fyrir að ærin þurfi 0,26
FE„, umfram venjulegar viðhaldsþarfir í fyrstu vikunni eftir rúninginn. Svo smá lækka þessar
þarfir og í sjöttu viku eftir rúning eru ullarhárin orðin það löng að ærin þarf ekki lengur að
framleiða hita aukalega til að halda stöðugum líkamshita. Til þess að komast algerlega hjá
auknum orkuútlátum vegna rúningsins þarf hitinn í ftárhúsinu á hverjum tíma að vera jafn
LKH. Ef hitinn í fjárhúsinu er að jafnaði 15°C fyrst eftir rúninginn er orkusóun vegna rún-
ingsins hverfandi lítil. Hitastig lægra en 10°C í fjárhúsum hjá rúnu fé er óásættanlegt með til-
liti til fóðurnvtingar. Tölumar í töflunni eru reiloiaðar með formúlum úr ástralskri fóðurfræði-
bók (Australian Agricultural Council 1990).
Orkuþarfir vegnafósturvaxtar
Það er fyrst og fremst 6 síðustu vikur meðgöngunnar sem gera þarf ráð fyrir auknum orku-
þörfum vegna fósturvaxtarins. Lítilsháttar munur ér á hvernig þetta er reiknað eftir kerfum
(t.d. AFRC 1990. Bocquier og Thériez 1989), en niðurstaðan er nokkurn veginn sú sama, eða
eftirfarandi: Daglegar orkuþarfir vegna fósturvaxtar eru um 0,1 FEm/dag í sjöttu viku fyrir
burð og í síðustu viku fyrir burð eru orkuþarfír vegna fósturvaxtar komnar upp í um 0,6
FEm/dag hjá tvílembum og 0,4 FEm hjá einlembum.
Orkuþarfir vegna mjólkurmyndunar
Orkuþarfír til mjólkurmyndunar ráðast af þrennu:
• Nyt ánna, kg/dag.
• Orkuinnihaldi hvers lítra mjólkur, sem ræðst af efnasamsetningu mjólkurinnar.
• Nýtingu fóðurorkunnar til myndunar á mjólk.
Skv. ýmsum íslenskum tilraunaniðurstöðum (t.d. Stefán Sch. Thorsteinsson o.fl. 1993)
virðist sem vaxtarlrraði lamba fyrri hluta sumars sé gjarnan á bilinu 250-300 g/dag hjá tví-
lembingum og 300-350 g/dag hjá einlembingum. Stefán Sch. Thorsteinsson o.fl. (1993)
mældu nyt og efnasamsetningu mjólkur hjá ám sem fóðraðar voru á heyi og mismilclu magni
fiskimjöls. Tilraunin var gerð vorin 1990 og 1991. Hey voru lakari að gæðum fyrra árið en
seinna árið, þegar ástand ánna við burð og heyfóðrun að vori voru hins vegar eins og best
verður á kosið. Það ár (1991) verður því tekið hér til skoðunar í þeim tilgangi að skoða orku-
búskap áa eftir burð við aðstæður sem geta talist mjög ákjósanlegar. Of langt mál er að gera
grein fyrir niðurstöðum fyrir einstaka flokka í tilrauninni, en nokkur heildarmeðaltöl fara hér á
eftir:
A þriggja vikna tilraunaskeiði, er hófst 4-5 dögum eftir burð, var meðalnyt ánna, sem
allar voru tvílembur, um 2,9 kg/dag. Að teknu tilliti til mælds efnainnihalds mjólkurinnar
reiknast orkuinnihald hennar 4,11 MJ/kg, eða samtals 11,9 MJ/dag. Samsvarar þessi orka 1,73
FEm. Viðhaldsþörf ánna reilcnast út frá þunga þeirra eftir burðinn og skv. formúlu er mælt var
með hér að framan, að meðaltali 0,69 FEm/dag. Heildarorkuþörf ánna reiknast því vera 2,42
FEm/dag. Heildarát var áima var 2,31 kg þe./dag og reiknast gefa 1,95 FEm/dag. Það þýðir að
mismuninn, eða 0,47 FEm/dag, hafa ærnar tekið af holdum. Samsvarar það því að ærnar taki
af holdum sem nemur 67% af viðhaldsþörfum. Tvílembingapörin uxu að meðaltali um 580
g/dag.
Franskar fóðurþarfatöflur (Bocquier og Thériez 1989) gera ráð fyrir að tvílemba þurfi
1.95 FEm/dag til mjólkurmyndunar á 1-3 viku eftir burð, og 1,60 FEm/dag á 4.-6. viku eftír
burð, rniðað við að daglegur vöxtur lamba sé samtals 550 g/dag. íslenska tilraunin fór sem
fyrr sagði fram nokkurn veginn á fyrstu þremur vikum mjaltaskeiðsins og má því með
nokkrum rétti bera niðurstöðurnar saman við frönsku tölurnar fyrir það tímabil. Fyrir hverja