Ráðunautafundur - 15.02.1999, Qupperneq 221
213
FEm sem þarf í mjólkurmyndunina, skilar íslenska ærin
336 g vexti lamba, en sú franska 282 g, eða 84% af þvi
sem sú íslenska skilar. Út frá íslensku tilrauninni eru
settar fram orkuþarfir til mjólkurframleiðslu (6. tafla)
þar sem 5—6% er bætt við reiknaðar þarfir í öryggis-
skyni. Þessar þarfir eru því um 10% lægri en Frakkar
gefa upp (Bocquier og Thériez 1989).
Hringrás forðafitunnar
6. tafla. Orkuþarfir áa til mjólkurfram-
leiðslu, FEm/dag. Miðað er við að vöxtur
tvílembinga sé samtals 550 vöxtur einlembings 350 g/dag. g/dag og
Tvílemba Einlemba
Vika 1 til 3 1,76 1,08
Vika 4 til 6 1,44 0,90
Það er alþekkt staðreynd að vegna takmarkaðrar átgetu er vonlaust að fóðra ær eftir fóður-
þörfum á síðustu vikum meðgöngu og í byrjun mjólkurskeiðs. En sem betur fer hefur sauðfé
mikla hæfileika til að „mjólka af sér hold“. Holdafar getur bóndinn eða ráðunauturinn metið
með holdastigun á skalanum 1-5, líkt og til að mynda hefur lengi verið gert á Hvanneyri og
Hesti. Þetta er útbreidd aðferð sem komin er frá Bretlandi (Meat and Livestock Commission
1983. Russel o.fl. 1969). Fraklcar (Bocquier og Thériez 1989) hafa fundið út ákveðnar við-
miðanir um það hve mikið er óhætt að ætla ánum að taka af forðafitunni á hverjum tíma. Er
þetta sett fram sem hlutfall af viðhaldsþörfum ærinnar. Talið er í lagi að ær í blóma lífsins
sem hefur holdastig á bilinu 3,5—4,0 tapi sem svarar 1,0 holdastigi á fyrstu 6 vikum mjólkur-
skeiðs, að því tilskildu að hún hafi aðstæður til að byrja að ná holdum upp aftur fljótlega eftir
það. Þetta samsvarar því að ána megi vanfóðra á orku sem nemur 1,13 x viðhaldsþarfir á
fyrstu þremur vikum mjólkurskeiðs og 0,57 x viðhaldsþarfir á 4.-6. viku mjólkurskeiðs. í
Heststilrauninni (Stefán Sch. Thorsteinsson o.fl. 1993) hafði okkur áður reiknast til að æmar
hefðu að meðaltali tekið sem svaraði 0,67 x viðhaldsþarfir af holdum á fyrstu 3 vikum mjólk-
urskeiðsins, sem er töluvert rninna en þessar frönsku viðmiðanir gera ráð fyrir. Frakkarnir
miða þarna við fremur stutt mjólkurskeið, en sé mjólkurskeið fremur langt, eins og hjá ís-
lensku ánum, má gera ráð fyrir að það borgi sig að treina holdin lengur. Einnig má benda á að
Heststilraunin var þannig lögð upp að gæði próteinsins í fóðrinu áttu að tryggja að orkan í
forðafitu ánna nýttist þeim eins vel og mögulegt væri. Þessi sama tilraun var notuð til að
ákvarða AAT-þarfir lambáa (Bragi L. Ólafsson 1995).
Orkuþarfir lambgimbra í uppeldi
Reikna má með að viðhaldsþarfir lambgimbra á hvert kg efnaskiptaþunga sé ívið meiri en
fullorðinna áa vegna örari líkamsstarfssemi. Heimildum ber eklci alveg sarnan um hve miklu
munar, í franska kerfmu er munurinn um 4% (Bocquier og Thériez 1989), en hjá Aströlum
eru lambgimbrar taldir þurfa um 16% meiri orku til viðhalds heldur en 6 vetra ær, og um 10%
meira en 3ja vetra ær (Australian Agricultural Council 1990). Hér verður hinn gullni meðal-
vegur fetaður og miðað við að lambgimbrarnar þurfi um 8% meiri orku til viðhalds heldur en
ærnar, sem þýðir að viðhaldsþörf lambgimbra er reiknuð með eftirfarandi jöfnu:
FEm til viðhalds =0,028x(l,08)xLÞ°’75
Til þungaaukningar eru lambgimbrar skv. franska kerfinu taldar þurfa mun minni orku
heldur en fullorðnar ær, eða 2,6 FEm fyrir hvert kg þungaaukningar, enda er hlutfall fitu í
þungaaukningunni þar mun lægra.
Orkuþarjir sláturlamba í vexti
Nettóorkuþörf jórturdýra til vaxtar jafngildir þeirri heildarorku sem er í þeim vefjum er til
verða við vöxtinn. Þessi orka er fólgin í fitu, sem inniheldur 39,3 MJ/kg, og próteini, sem
inniheldur 23,6 MJ/kg (AFRC 1990). Elcki einungis eru hlutföll fitu og próteins breytileg,
heldur er vatnsinnihald vefjanna einnig mjög mismunandi. Af þessu og fleiru leiðir að orlcu-