Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 227
219
menn frammi fyrir þeirri staðreynd að ekleert eitt kerfi er fullnægjandi fyrir alla framleiðslu-
ferla hjá jórturdýrum. Ef vilji væri fyrir hendi er hægt að mestu að komast ffam hjá þessum
vandamálum með aðferðum sem notaðar eru í bresku og áströlslcu kerfunum. Þar eru þarfir
skepnunnar gefnar upp í nettóorku en fóðurorkan í breytiorku og síðan eru notaðar reikni-
jöfnur til að samræma þetta tvennt eftir aðstæðum hverju sinni.
Meira knýjandi rök eru samt að þrátt fyrir að vera byggð á umfangsmiklum raimsólcnum
þá eru núverandi orkumatskerfi samsett af reynslulílcingum (empirical relationships) sem eru
ekki lýsandi fyrir þá lífeðlisfræðilegu og lífefnafræðilegu ferla sem eiga sér stað í dýrinu
sjálfu. Þá eru þau flest byggð á fóðurefnagreiningum, t.d. Weende greiningu, sem eru ekki
nægilega í takt við þær efnabreytingar sem eiga sér stað við meltingu og efnaskipti hinna
ýmsu hluta fóðursins. Hver fóðuitegund eða gerð hennar er látin hafa fast orkugildi og á svip-
aðan hátt eru föst gildi fyrir þarfir skepnunnar til viðhalds, vaxtar eða mjólkurmyndunar.
Svona kerfi eru því eklci nógu sveigjanleg til að svara ýmsum breytingum sem kunna að verða
á fóðrun, t.d. á fóðursamsetningu. Raunveruleikinn er miklu flóknari. Melting og efnaskipti
eru tímaháðir breytilegir ferlar. Samspil fóðurtegunda og umsetning hefur áhrif á þessa ferla
og þar með fóðurnýtingu og samsetningu þeirra vefja eða afurða sem verða tii. Gera verður
þær Icröfur til nýs fóðurmatskerfis að það geti sagt fyrir um sjálfviljugt át, meltingu og upp-
sogun næringarefna, útdeilingu næringarefna milli mjóllcur, viðhalds eða nýmyndunar veQa
og þannig sé hægt að spá fyrir um samsetningu og magn mjóllcur eða vaxtar. Líta verður á
kerfið sem eina samfellda heild sem þýðir að sérstök orku og próteinmatslcerfi hætta að vera
til. Svona kerfi verða að byggja á flólcnum hermilíkönum sem einungis nútíma tölvutækni
gerir lcleift að nota.
NKJ VERKEFNI 89
í Ijósi þeirrar góðu reynslu sem féklcst þegar Norðurlöndin sameinuðust um þróun á
AAX/PBV próteinkerfmu fyrir jórturdýr var ákveðið að nota sömu aðferð aftur. Send var sam-
eiginleg umsólcn til NKJ (Nordisk Kontalct Organ for Jordbrugsforslcning). Þó NKJ veiti eklci
tjárstyrlci sjálft þá fá svona umsóknir mjög vandað mat frá norrænum sjónarhóli. Meirihluti
landanna verður síðan að samþykkja umsólcnina og ef sú verður niðurstaðan eru þeir hlutar
verkefnisins sem tilheyra hverju landi fyrir sig sendir til umfjöllunar í tilraunaráðum land-
anna. í upphafi var send umsókn um verkefni sem spannaði allt lcerfið frá fóðri til afurða. NKJ
þótti í of mikið ráðist svo brjóta þurfti verkið upp í smærri einingar. Árið 1993 var svo sam-
þykkt umsókn frá undirbúningshóp verlcefnisins. Markmið verkefnisins var að þróa hermi-
líkan sem nœði yfir meltingu og uppsogun næringarefiia frú meltingarveginum og nota þetta
líkan til að bœta fóðurmatskerfi fyrir jórturdýr. Verlcefnið, sem hlaut einkennisnúmerið NKJ
89, var til fjögurra ára og hófst 1994, þó mismunandi snemma eftir löndum. Á íslandi hófst
það t.d. elclci fyrr en seint á árinu.
Aðal áherslusvið verkefnisins voru í grófum dráttum sem hér segir:
• Fóðurefhagreiningar, sérstaklega með tilliti til kolvetnasambanda.
Weende greiningin þar sem þurrefni fóðursins er skipt niður í prótein, fitu, lrrátréni,
ösku og köfnunarefnisfrítt extrakt lcom fram laust eftir miðbik síðustu aldar og er vægt
sagt úrelt. Samt er hún lögð til grundvallar í fóðurmatskerfum, t.d. mjóllcurfóðureininga-
kerfinu, sem við notum í dag. Það bar sérstalclega ríka nauðsyn til að skipta kolvetna-
samböndum í fóðri niður í efnasambönd sem lcoma beint við sögu í gerjun og meltingu.
Þar má nefna sterkju, sylcursambönd og hina ýmsu þætti í frumuvegg plantna.
• Niðurbrot efnasambanda fóðursins í vömb ogflæði niður meltingarveginn.
Hversu mikið brotnar niður eða gerjast af efnasamböndum fóðursins í vömbinni er háð