Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 228
220
gerjanleika í upphafi og hversu hratt gerjunin gengur fyrir sig. Gerjun er tímaháður ferill
og því hefur ..mekanískt” niðurbrot og flæðihraði mikil áhrif á gerjunina, bæði hvað hún
gengur langt og eiimig samsetningu og hlutföll afurða gerjunarinnar. Samspil fóður-
tegunda getur haft mikil áhrif á þessa ferla.
• Myndun og uppsogun á rokgjörnum fitusýrum frá vömb og víðgirni.
Myndun rokgjarnra fitusýra við gerjun, hlutfall þeirra og uppsogun inn í blóðrásina
gegnir lykilhlutverki í orkubúskap jórturdýrsins. Breytileiki í nýtingu á orku, samsetn-
ing og skipting orkusöfnunar milli mismunandi afurða á að miklu leyti rót sína að rekja
til gerjunar og uppsogunar á rokgjörnum fitusýrum.
• Myndun örverumassa, flœði frá vömb og melting í smáþörmum.
Vöxtur örvera og þar með myndun örverupróteins stendur nánast í beinu sambandi við
gerjun kolvetna í vömbinni, en þannig afla örverurnar sér orku til viðhalds og vaxtar.
Samsetning og niðurbrotseiginleikar kolvetnanna hafa áhrif á tegundasamsetningu ör-
verumassans og þar með efnasamsetningu, svo sem próteininnihald, og gerjunarafurðir.
• Þróun á hermilíkani (mechanistic model).
Það var ljóst frá upphafi að þarna var ef til vill um mikilvægasta hluta verkefnisins að
ræða. Val á forritunarmáli og ákvarðanataka um hvaða þættir ættu að vera í líkaninu
hafði, sérstaklega þegar á leið, áhrif á framvindu rannsólcnanna sjálfra. Verið var að
vinna að skyldri líkanasmíð á ýmsum stöðum í heiminum, en flest þau forritunarmál
sem verið var að nota virtust óþjál í notkun miðað við þau markmið sem höfð voru í
huga við þetta verkefni.
ÁRANGUR
Verkefninu lauk formlega á árinu 1998, þó enn eigi vafalaust eftir að ganga frá miklu af
niðurstöðum til birtingar. Haldin var námstefna í Ultuna í Svíþjóð í júní 1998 (Karoline -
Model for Feed Evaluation 1998) þar sem helsti árangur af verkefninu var kynntur fyrir
rannsóknamönnum. ráðunautum, kennurum og fulltrúum frá fóðurvörufyrirtækjum.
í samræmi við markmið liggur nú fyrir hermilíkan sem nær yfir meltingu og uppsogun
næringarefna frá meltingarvegi jórturdýra. Því hefur verið gefið vinnuheitið Karoline. Það er
að uppruna til að hluta byggt á samnefndu líkani sem Alan Danfær, einn úr vinnuhópnum,
hafði samið (Danfær 1990). Líkanið er skrifað á forritunarmálinu Powersim og það hefur
verið þróað og aðlagað í samræmi við niðurstöður sem fengnar voru úr verkefninu. Til er ná-
kvæm lýsing af líkaninu með öllum skilgreiningum og flæðiritum. Forritunarmálið er þjált og
tiltöiulega auðvelt að skilja það og setja sig inn í hvernig líkanið virkar. Líkanið hefur verið
prófað á tilraunaniðurstöðum og það próf gefur til kynna að það virki allvel þó vissulega þurfi
að endurbæta og endurskoða suma þætti þess.
Verulegur árangur náðist á mörgum þeim ramisóknasviðum sem miimst var á hér að ofan.
Má þar nefna eftirfarandi. Mikil gögn liggja nú fyrir um eiginleika próteins og frumuveggjar í
plöntum, ferla niðurbrots þessara þátta og umsetningu í vömbinni. Segja má að þungamiðja
íslenska hluta verkefnisins hafi verið í lcringum þessar rannsóknir, sem endurspeglar þá
áherslu sem við leggjum á gróffóður (Bragi Líndal Ólafsson 1998, Bragi Líndal Ólafsson og
Páll Eydal Reynisson 1998). Þá komu fram athyglisverðar upplýsingar um niðurbrot mismun-
andi sterkju og sykurefna í vömb, en þessum efnasamböndum hefur verið allt of lítill gaumur
gefinn. Prótein í örverumassa eru nú betur skilgreind og einnig þeir þættir sem hafa áhrif á
vöxt mismunandi örvera. Nýjar upplýsingar komu fram um gerjunarmynstur og uppsogun
rokgjarnra fitusýra og áhrif vefja meltingarvegarins á fitusýruhlutföll í blóði. Eins og alltaf
verður í stórum rannsóknaverkefnum þá leiddi verkefnið til bættrar aðstöðu og framfara í