Ráðunautafundur - 15.02.1999, Síða 232
224
Aðferðir sem notaðar hafa verið hér á landi til að mæla meltanleika í gróffóðri:
Staður í upphafi Síöari breytingar (ár) Núverandi
RALA Irt vitro^ In vitro +NIRC> (1990) In v/fro+NIR
HVE i -4 b) In vitro Ensímd) (1979) Ensím
RN og BSE !n vitro^ Ensím (1979) Ensím
a) In vitro: Vambarvökvi (aðferð Tilley og Terry I963(7>).
b) In vitro: Vambarvökvi (aðferð Alexander o.fl. 1968(l), Derek Mundell 1974(3)).
c) NIR: Innrauð mæling (sjá skýringar Tryggva Eiríkssonar 1990(8)).
d) Ensím: Sellulasi (byggt á Jones og Hayward 1975(6)).
Þessar aðferðir eru sumar ólíkar innbyrðis og byggja á ólíkum forsendum, en eiga samt að
gefa sömu stærðina sem er fóðurgildi reiknað út frá meltanleika. Komið hafa upp erfiðleikar
með ensím mælingar, sérstaklega í sýnum af seinni slætti og úr grænfóðri. Einhver útfærsla af
vambarvökvamælingu er sú aðferð sem flestir nota sem grunn undir aðrar aðferðir sem eru
ódýrari og hraðvirkari. Til að einfaldari aðferðir, hvort sem það er ensím-, innrauð-mæling
eða aðrar, verði nothæfar þarf að byggja á gögnum með vambaraðferð og finna þannig réttar
líkingar. Ástæða þess að tæpast er hægt að nota vambarvökvaaðferð í almennri þjónustu er sú
að hún er mjög seinleg og dýr, auk þess að hafa þarf til staðar skepnur með vambaropi.
Aðrar greiningar eins og prótein eru mældar með Kjeldahi aðferð á öllum stöðunum, en
einnig með NIR greiningu á RALA. Steinefni voru lengst af mæld með svipuðum hætti á
öllum stöðunum. þ.e. með atómgleypnimælingu og/eða ljósmælingu. Nú síðustu ár hafa stein-
efni verið mæld með svokallaðri plasma mælingu á ICP tæki sem RALA á hluta í.
FRAMSETNING NIÐURSTAÐNA
Á fyrstu árum heyefnagreiningaþjónustunnar voru niðurstöður miðaðar við þurrhey með 85%
þurrefni. Gerð voru samræmd eyðublöð sem notuð voru af RALA og RN fyrstu árin. Þessi
framsetning var mjög óheppileg því ef gefíð var upp gildi fyrir vothey, grænfóður eða annað
fóður vildu rnenn líka fá það uppgefið sem þurrhey svo hægt væri að bera gildin saman. I
rannsóknastarfseminni er undantekningalítið unnið á grunni þurrefnis eða reiknað beint í
magni fóðurs við tiltekið þurrefni sem mælt er.
Með tilkomu tölvutækninnar var fyrsta forritið skrifað 1974 af Gunnari Sigurðssyni
lóðurfræðingi(:,>, sem þá var að koma úr framhaldsnámi. Til viðbótar efhagreiningum var í
þessu forriti gerð tillaga að fóðrun mjólkurkúa. Öll mæligildi í því forriti voru gefin upp í
þurrefni og í kg fóðurs. Erfitt reyndist að fá menn til að breyta til og því var hætt við að þróa
forritið frekar. Árið 1985 var svo skrifað forrit á RALA og hannaður við það gagnagrunnur
fyrir upplýsingar sem fylgdu sýnunum. Útskrift í þessu forriti gaf niðurstöður mæligilda, bæði
sem magn í þurrefni og einnig í kg fóðurs miðað við mælt þurrefni í hverju sýni, en engin
fóðrunaráætlun gerð eins og í gamla forritinu. Haidnir voru fundir um málið með mælinga-
aðilum og fleirum og reynt að fá rnenn til að hverfa frá þurrheysgildinu með 85% þurrefni og
samræma útsendingarnar, en allt kom fyrir eklci. Það var því urn nokkurra ára skeið sendar út
allt að þremur útfærslum á framsetningu efnagreininganiðurstaðna til bænda.
Þegar ákveðið var að breyta fóðurorku- og próteinkerfmu hér á landi árið 1995 ákvað sú
nefnd sem vann að breytingunum að samræma frágang niðurstaðna. Var það gert (að mestu)
og byggt á framsetningu eins og í forriti RALA frá 1985, þar sem bæði er gefið upp efnamagn
miðað við þurrefni og svo reiknað í kg fóðurs miðað við mælt þurrefni í hverju sýni.