Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 233
225
NÝTT SAMSTARF UM EFNAGREININGAÞJÓNUSTU
Sumarið 1998 gengu RALA og Hvanneyri til samstarfs um efnagreiningaþjónustu á gróffóðri
fyrir bændur. í því samkomulagi var gert ráð fyrir að Bændaskólinn annaðist móttöku á öllum
sýnurn, færslu allra fylgigagna með sýnunum í gagnagrunn, ákvörðun þurrefnis, rnölun sýna,
mælingu á sýrustigi (pH) þar sem það á við og undirbúning íyrir steinefnagreiningu. Þá eru
sýnin ásamt lausnum fyrir steinefnamælingu send til RALA og gagnagrunnsfærslur sendar
rafrænt frá Hvanneyri inná tölvukerfi RALA. A RALA er mælt prótein og meltanleiki með
NIR mælingu eða votmælingu (t.d. grænfóður), en steinefni mæld með plasma aðferð á ICP
tæki sem staðsett er á Iðntæknistofnun. RALA gengur svo frá niðurstöðum og sendir út
reikninga. Samningurinn var gerður til eins árs til reynslu og verður væntanlega tekinn til
endurskoðunar á næstunni.
KOSTIR OG GALLAR Á NÚVERANDI FYRIRKOMULAGI
Kostirnir við þessa tilhögun eru fyrst og fremst þeir að bestu þættir í aðstöðu og mannafla
hvorrar stofnunar eru nýttir í hverju skrefi þjónustunnar. Á Hvanneyri er sérhönnuð aðstaða
og gott starfsfólk til móttöku og frumvinnslu sýna. Flestar rannsóknastofur í nágrannal-
öndunum sem vinna við svipaða starfsemi nota nú orðið NIR mæliaðferð fyrir orkugildi og
prótein, og ICP aðferð fyrir steinefni. Þetta er sá háttur sem viðhafður hefur verið á RALA
undanfarin ár. Þar sem þessi tækjabúnaður er ekki fyrir hendi á Hvanneyri þótti eðlilegt að
reyna að samnýta þann tækjabúnað sem þegar er fyrir hendi. Ókostir þeirra aðferða sem
notaðar er á Hvamieyri og Akureyri við ákvörðun á meltanleika og próteini eru hvað þær eru
tírna- og efnisfrekar og verðlagning mælinganna aldrei staðið undir nema hluta af raunveru-
legum kostnaði við þær. Sá annmarki er þó á NIR mælingum að í vissum tilvikum getur þurft
að grípa til grunnaðferða (t.d. in vitro meltanleika) ef sýni eru eitthvað afbrigðileg miðað við
sýnin sem gagnagrunnurinn samanstendur af, eða sýnin hafa myglað eða eru jarðvegsmenguð
svo eitthvað sé nefnt. Það verður því alltaf að vera sá kostur til staðar að grípa til grunn-
aðferða. Hvað varðar steinefnin þá er kostur ICP tælcninnar sá að hægt er að mæla öll stein-
efnin í einu úr sömu lausninni sem búin er til með einfaldri votbrennsiu í sýru yfir nótt. Til
samanburðar þá þarf að búa til tvær til þrjár mismunandi lausnir úr hverju sýni áður en
mæling getur farið fram séu eldri aðferðir notaðar eins nú er gert á Hvanneyri og Akureyri.
Almennt má segja að kostir steinefnagreininga með ICP mælingu og mælinga með NIR tækn-
inni eru þeir að forvinna er fremur einföld og afköst geta verið mikil. Gallar eru hins vegar
þeir að bæði ICP og NIR tækjabúnaður er dýr og krefst sérhæfðs starfsliðs og stoðkerfis, sem
er litlum rannsóknastofum ofviða. Af framansögðu er ljóst að tæplega getur verið skynsam-
legt að reka fleiri en eina einingu með þessum tækjum fyrir þjónustuefnagreiningar af þessu
tagi hér á landi.
AFGREIÐSLUFRESTUR OG VERÐLAGNING
I áðurnefndu samkomulagi Bændaskólans og RALA er gert ráð fyrir að afgreiðslutími niður-
staðna sé eldd lengri en §órar vikur frá því sýnið er móttekið og niðurstöður eru sendar út.
Þetta er miðað við álagstímann að haustinu. Nú eftir þetta fyrsta reynslutímabil er ljóst að
þessi markmið hafa elcki náðst fyrir öll sýni. Ástæður þess eru að í fyrsta lagi var tímafrekara
en ráð var fyrir gert fyrir tölvudeild Bændasamtakanna að lcoma rafrænum sendingum milli
gagnagrunna á Hvanneyri og RA.LA í viðunandi horf. Þá komu fram minniháttar byrjunar-
vandamál við undirbúning sýna fyrir steinefnagreiningu á Hvanneyri, sem tók nokkurn tíma
að finna út í hverju lá. I upphafi voru örðugleikar við ICP greiningu sem töfðu starfið
lítilsháttar. Þessi vandamál voru öll leyst og ekki ástæða annars en að ætla að afgreiðslutími í