Ráðunautafundur - 15.02.1999, Síða 234
226
framtíðinni haldist innan þeirra marka sem sett hafa verið. Þó tafir yrðu fram yfir miðbik á
törninni voru sýni sem bárust síðast í október samt öll ffágengin fyrir 10. nóvember, en það er
sú dagsetning sem miðað hefúr verið við á undanfórnum árum (á RALA) að ljúka sýnum sem
berast á eðlilegum tíma, eða fyrir 20 október.
í samkomulagi stofnanna var ákveðið að verðið á hvert sýni yrði 2090 kr. án vsk., sem
innifelur í sér skráningu, forvimiu og mælingu á þurrefni, mælingu á meltanleika og próteini
með NIR aðferð, mælingu steinefna með ICP aðferð og síðan tölvuvinnu og útskrift niður-
staðna og reilminga. I þessum verði er elcki álag vegna stjómunarkostnaðar, né kostnaður við
húsnæði og rekstur þess. Elcki eru reiknaðar fullar afskriftir. Ljóst er að tæknilega er hægt að
stytta tímann enn frekar. Vandinn við þessar heyefnagreiningar er sá að þær em mjög árstíða-
bundnar og útilokað er að miða mannahald við álagstíma ef elcki eru verkefni á móti eða
tekjustofnar til að mæta slíkum sveiflum að einhverju leyti. Ef afgreiðslutíminn á mesta anna-
tíma er styttur mikið frá því sem nú er er óhjákvæmilegt að hældca verðið vemlega. Þess má
geta að lægsta verð fyrir svipaða þjónustu erlendis er mun hærra en það verð sem hér um
ræðir.
LOKAORÐ
Þrátt fyrir tæknilega byrjunarörðugleilca má segja að samvinnan milli Bændaskólans á Hvann-
eyri og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins um fóðurefnagreiningaþjónustu á Iiðnu hausti
hafi lcomist í góðan farveg og hafi þessi þjónusta allar forsendur til að ganga hraðar en áður.
Stofnanirnar munu leitast við að svara lcröfúm þeirra sem óska eftir þessari þjónustu. Þó leitað
sé allra leiða til að hún verði sem ódýrust fyrir bændur þá krefst allt starfsumhverfi (og lög-
gjafinn) þess að þjónusta sem þessi sé ekki niðurgreidd. Lílcur eru á að ódýrari aðferðir og
samvinna þeirra stofnana og sérfræðinga sem vinna við rannsóknir sé góður stuðningur við
þessa starfsemi og geri mælingarnar öruggari og vonandi ódýrari.
HEIMILDIR
1 Alexander, R.H. & McGowan M„ 1966. The routine determination of invitro digestibility of organic matter in
forages - An investigation of tlie problems associated with continuous large-scale operation. J. Br. Grassl. Soc.
21: 140-147.
2 Bændaskólinn á Hvanneyri, 1975. Tilraunaskýrsla 1994. Fjölrit Bændaskólans á Hvanneyri nr. 2.
' Derek C. Mundell, 1975. Meltanleikaákvörðun í glermaga (in vitro) og hagnýting hennar við fóðrun á gróf-
fóðri. Arsrit rœktunarfélags Noróurlands 72: 6-27.
1 Gunnar Ólafsson & Friðrik Pálmason, 1968. Næringargildi töðunnar 1967. Freyr 64: 351-356.
3 Gunnar Sigurðsson, 1974. Fóðurforrit.
".lones, D.I.H. & Hayvvard, M.V., 1975. The effect of pepsin pretreatment of herbage on the predition of dry
matter digestibiIity from solubility in fungal cellulase solutions. J. Sci. FoodAgric. 26: 711-718.
Tilley, J.M.A. & Terry, R.A., 1963. A two stage technique for the in vitro digestion of forage crops. J. Br.
Grassl. Soc. 18: 104-111.
s Tryggvi Eiríksson, 1990. lnnrauð mælitækni við fóðurefhagreiningar. í: Ráðunautafundur 1990: 211-215.
‘ Þórarinn Lárusson, 1971. Starfsskýrsla. Ársskýrsla Ræktunarfélags Nordurlands 68: 116-125.