Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 236
228
fóðrið með og hlutur þess aukirm stöðugt þar til grísimir fengu 100% tilraunarfóður. Eldistil-
raunin stóð yfir í 10 vikur en grísunum var slátrað við 104 kg þunga. Tilraunarhópamir voru
fjórir með sex grísum hver og fékk hver hópur eina tegund tilraunarfóðurs og hver grís sinn
fóðurskammt (sjá 1. töflu). Allt fóður var vigtað í grísina og þeir vigtaðir vikulega á tilraunar-
tímabilinu. Grísirnir voru fóðraðir tvisvar sinnum á dag og var daglegt fóðurmagn 2,0
FEs/grís við upphaf tilraunar og aukið í 2,8 FEs/grís/dag í síðustu viku tilraunar.
I. tafla. Uppsetning tiiraunar.
Hópur 1 Hópur2 Hópur 3 Hópur 4
Fóður, g fiskifita / kg fóður 3 5 7 9
Fjöldi grísa 6 6 6 6
Meðalþyngd viö upphaf tilraunar, kg 43,3±2,9 42,4±4,I 42,0±3,5 42,6±5,3
Fjórar fóðurblöndur voru lagaðar með mismiklu innihaldi af fiskifitu (lýsi), eða jafngildi
3, 5. 7 og 9 gramma í hverju ldlógrammi fóðurs. Magn fiskimjöls var 14,8% í öllum blöndum
og með 1,8% fituinnihald í mjöli jafngildir það 3 g af fiskifitu í kg fóðurs í öllum fóður-
blöndunum. Fiskimjölið var fitulítið eldþurrkað mjöl. Efnainnihald mjölsins í þurrefni var;
fita 1.8%, prótein 73,6% og aska 27,5%. Þurrefni mjölsins var 91%. Til að auka heildarmagn
fiskifitu í fóðurblöndunum var óhertu fóðurlýsi bætt í þrjár blöndur í stigvaxandi magni sem
jafngilti 2,4, 6 g lýsis / kg fóðurs. Með því fengust tilraunarblöndumar fjórar með 3, 5, 7 og 9
g af fiskifitu í kílói. Fóðurblöndurnar voru á mjölformi en bleyttar upp fyrir fóðrun. í 2. töflu
má sjá samsetningu tilraunarfóðurblandnanna.
2. tafla. Samsetning tilraunarfóðurs (%).
3 g fiskifita/ kg fóður 5 g fiskifita/ kg fóður 7 g fiskifita/ kg fóður 9 g fiskifita/ kg fóður
Maís 36,8 37,8 37,0 36,7
Bygg 45,0 45,0 47,1 47,1
Fiskimjöl 14,8 14,8 14,8 14,8
Fiskifita (lýsi) 0,00 0,24 0,46 0,76
Sykur 2,8 1,6 - -
Kalkmjöl - 0,01 0,03 0,02
Fóðursalt 0,2 0,2 0,2 0,2
PigGrowerl 121a) 0,25 0,25 0,25 0,25
Vítamin E,,) 0,12 0,12 0,12 0,12
Samtais 100,0 100,0 100,0 100,0
a) Vitamín-/steinefnablanda frá MR.
b) Jafngildir 90 mg E-vítamins í hverri fóðureiningu (FEs).
Við slátrun voru skrokkar og hausar vegnir. Skroklcfita var mæld yfir hrygg og yfir bóg.
Sýrustig í lrryggvöðva og í innanlærisvöðva sláturskrokkanna var mælt 1 klst. og 24 klst. effir
slátrun. Slaokkarnir voru hlutaðir og úrbeinaðir og nýting mæld. Við úrbeiningu féllu til eftir-
farandi vörur; snyrtar lundir, beinlausir hryggir, snyrtir hnaldcar með beini, beikon og vinnslu-
efni S-I, S-II, S-III, S-V, SVII og S-VIII með áfastri puru (Guðjón Þorkelsson og Óli Þór
Milmarsson 1994). Þessar vörur voru vigtaðar og nýting, sem hlutfall af heilum skrokk,
reiknuð út. Jafnframt var allur afskurður vigtaður, þ.e. bein, pura og blóðkjöt.
Kjötsneiðar úr hrygg voru teknar í skynmat svo og kjöt- og fitusýni til fitusýrumælinga.
Sýni af vöðva og bakfitu voru tekin úr hverjum skrokk til fitusýrugreininga og var joðtala
reiknuð út frá niðurstöðum fitusýrugreininga (Rósa Jónsdóttir 1997).