Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 239
231
Enginn marktækur munur reyndist vera á fitusýrusamsetningu hópanna sem fengu 3 g og
5 g fískifitu/kg fóðurs. Aftur á móti var munur á milli hópa sem fengu 5 g, 7 g og 9 g fiski-
fitu/kg fóðurs. Sérstaklega er áberandi munur á magni DPA milli hópa sem er athyglisvert,
því magn DPA í fóðri var mun minna en magn EPA og DHA. Þannig er hugsanlega upp-
söfnun og/eða myndun DPA í bakfitu mjög virk, en óljóst er hvernig á þessu stendur. Þessar
niðurstöður eru í samræmi við það sem sést hefur í fyrri svínaverkefnum á RALA (Birna
Baldursdóttir o.fl. 1998, Rósa Jónsdóttir 1997, Bima Baldursdóttir og Guðjón Þorkelsson
1995) og er einnig í samræmi við niðurstöður ýmissa annarra (Hertzman o.fl. 1988, Morgan
o.fl. 1992, Irie og Sakimoto 1992, Taugbol 1993, 0verland o.fl. 1996).
Aukabragð eða fiskibragð hefur verið tengt of háu hlutfalli EPA, DPA og DHA í bakfitu.
Samanlagt hlutfall DPA og DHA hefur verið notað til að meta hættu á þránun. í Svíþjóð og
Finnlandi hafa verið settar þær kröfur að hlutfall þetta fari elcki yfir 0,5%. Eftir viðamikla
rannsókn í Noregi, þar sem gæði svínakjöts á markaðnum voru köiuiuð, var mæit með að nota
sömu viðmiðunargildi og í Svíþjóð og Finnlandi (Arnkvæm og Bronken Lien 1997).
Hérlendis hefur einnig verið mælt með viðmiðunargildinu 0,5% (±0,1%) til að draga úr hættu
á auka- eða fiskibragði af völdum þránunar. Eins og sjá má á 2. mynd þá fór hlutfall DPA og
DHA vel yfir viðmiðunargildi í öllum hópum.
Joðtala hefur mikið verið notuð hér á landi sem erlendis við gæðamat á svínafitu. Joðtala
er mælikvarði á fjölda tvíbindinga í fitu og er skilgreind sem magn af joði (í g) sem hvarfast
við 100 g af fitu. Því fleiri tvíbindingar þeim mun hærri er joðtalan. Hún er bæði mælikvarði á
þéttleika fitunnar og tillmeigingu hennar til að þrána. Æskilegt er að joðtala í fituvef sé lægri
en 65 og hún rná ekki vera hærri en 70 (DS 1992). Ef joðtalan fer yfir 70 er hætt við að fitan
verði of lin og að hún þráni (0sterballe o.fl. 1990). í þessari tilraun var joðtalan ekld rnæld
heldur reiknuð út frá fitusýrusamsetningu. Samanburður á mældri og reiknaðri joðtölu var
gerður í tveimur fyrri svínaverkefnum á RALA (Birna Baldursdóttir o.fl. 1998, Rósa Jóns-
dóttir 1997) og bar þeirn vel saman, nema þegar hert lýsi var notað í fóður. Því var ákveðið að
nota hér reiknaða joðtölu. Niðurstöðurnar voru þær að joðtala fyrir hópana, sem fóðraðir voru
með 3 g, 5 g, 7 g og 9 g fiskifitu/kg fóðurs, var 63, 64, 64 og 67 í sömu röð. Ekki var um
marktækan mun á milli hópa að ræða. Hins vegar þegar skoðað var ffamlag sjávarfangsfitu-
sýranna EPA, DPA og DHA til joðtölunnar þá lögðu þær marktækt meira (P<0,001) til joð-
tölunnar í þeim hópi sem fóðraður var á 9 g fiskifitu/kg fóðurs. Hlutur langra fjölómettaðra
fitusýra getur því verið tiltölulega hár og því veruleg hætta á þránun, þó svo að joðtalan sé
innan ráðlagðra marka og þéttleiki fitunnar í lagi.
Lagt hefur verið til að hlutfall fjölómettaðra fitusýra í svínafitu ætti að vera undir 12,5%
ef joðtala á að vera undir 65. Fjölómettaðar fitusýrur ættu alls elcki að fara yfir 15,8% ef
forðast á lina hryggjarfitu. Þetta mark samsvarar joðtölu 70. Hlutfall fjölómettaðra fitusýra
reyndist vera í hærra lagi og marktækt mest í þeim hópi sem fóðraður var á 9 g fiskifitu/kg
fóðurs (13%).
Fitusýrusamsetning fóðurs endurspeglaðist einnig í fitusýrusamsetningu vöðva grís-
anna. EPA var í marktækt meira (P<0,001) magni í vöðvavef þeirra grísa sem fóðraðir voru á
9 g fiskifitu/kg fóðurs miðað við hina hópana. Einnig var marktækur munur (P<0,01) á magni
DHA þar sem fóðrað var með 7 g eða 9 g fiskifitu/kg fóðurs borið saman við hina hópana
sem fóðraðir voru með minni fiskifitu. Ekki var hægt að sjá eins áberandi magnbundna
aukningu á DPA í vöðvafitu eins og sást í bakfitunni. Þó var marktækur munur á þeim hópum
sem fengu minnst og mest af fiskifitu. Engar marktækar breytingar urðu á magni annarra fitu-
sýra í vöðvafitu. 0verland o.fl. (1996) greindu magnbundna aukningu á EPA, DPA og DHA í
vöðva svína sem fóðruð voru á 0, 1 og 3% lýsi.