Ráðunautafundur - 15.02.1999, Side 241
233
íitu. Enginn marktækur munur var á hópunum hvað varðaði þráa- og lýsisbragð. Afitur á móti
reyndist þráa- og lýsisbragðið vera marktækt minna ef spægipylsan var geymd í myrkri. Með
lengri kæligeymslu (alit að 6 vikum) í myrltri jókst þráa- og lýsisbragð að spægipylsunum,
sérstaklega í hópunum þar sem fóðrað var með 7 g og 9 g fiskifitu/kg fóðurs. Samanlagt hlut-
fall DPA og DHA og einnig samanlagt hlutfall EPA, DPA og DHA var marktækt hærra í
þessum hópum samanborið við hópa sem fengu 3 g og 5 g fiskifitu/kg fóðurs. Einnig kom
fram munur á pökkunaraðferðum, því meira þráa- og lýsisbragð reyndist vera að spægipylsum
sem pakkaðar voru í loftskiptar umbúðir (Rósa Jónsdóttir o.fl., óbirtar niðurstöður 1998).
ÁLYKTANIR
Niðurstöðurnar sýna að það magn fiskifitu sem prófað var hafði hvorki áltrif á vaxtarhraða né
fóðurnýtingu tilraunargrísaima. Sarna gildir urn skroldcþunga, fitumál og nýtingu skrokkanna,
þar var enginn mælanlegur munur, sem er mjög eðlilegt miðað við jafna fóðurnýtingu og
vöxt.
Með aulcnu magni af fiskifitu í fóðri jókst magn sjávarfangsfitusýranna EPA, DPA og
DHA bæði í bakfitu og í vöðvafitu. Samanlagt hlutfall DPA og DHA í bakfitu fór vel yfir við-
miðunargildi (0,5%) í öllum tilraunahópum, en með auknu magni þessara fitusýra eykst
hættan á þránun og aukabragði.
Ekki var marktækur munur á reiknaðri joðtölu í balcfitu tilraunagrísanna, en hún reyndist
vera á bilinu 63 til 67. Framlag sjávarfangsfitusýranna til joðtölunnar var hins vegar marktækt
mest í þeim hópi sem fékk mest af fiskifitu. Hlutur langra fjölómettaðra fitusýra getur því
verið tiltölulega hár og því veruleg hætta á þránun, þó svo að joðtalan sé innan ráðlagðra
marlca og þéttleiki fitunnar í lagi.
Stigvaxandi fiskifita í fóðri (3-9 g/kg fóðurs) hafði hvorki neikvæð áhrif á gæði fersks
kjöts né fitu. Aukabragð og lykt af kjöti og fitu greindist þó í öllum hópum. Eftir 6 mánaða
frostgeymslu hafði aukabragð og aukalykt af kjöti aukist í öllum hópum, en ekki var um
marktækan mun á milli hópa að ræða. Hins vegar jókst aukabragð og aukalykt af fitu mark-
tækt eftir 6 mánaða frostgeymslu. Var marktækt meira aukabragð/-lykt af fitu frá grísum sem
fengu 7 og 9 g af fiskifitu samanborið við fitu frá grísum sem fengu fóður með 3 g af fiskifitu
í kg. Það sama rná segja um þráabragð og þráalykt af fitu eftir 6 mánaða frostgeymslu, mark-
tælct meiri þránun var í fitu grísa sem fengu fóður með mestri fiskifitu.
Aukin fiskifita í fóðri hafði neikvæð áhrif á bragðgæði upphitaðs kjöts. Var marktækt
meira lýsisbragð og þráabragð af kjöti úr þeim hópi sem félck mest af fiskifitu borið saman
við þann hóp sem fékk 5 g fiskifitu/kg fóðurs.
Fyrstu niðurstöður geymsiuþolstilraunar á spægipylsu, unninni úr afurðum tilraunar-
grísanna, sýna að eftir 6 daga geymslu í kæli og í ljósi var komið þráa- og lýsisbragð að
pylsum úr grísum fóðruðum með 9 g fiskifitu, en einnig að pylsum frá grísum fóðruðum með
aðeins 3 g fiskifitu.
Niðurstöður þessarar tilraunar gefa til kynna að í lagi sé að nota allt að 9 g af fiskifitu í kg
fóðurs ef afurðir eru nýttar ferskar og ekki frystar eða notaðar í hrápylsuframleiðslu. Þetta er
hins vegar ekki raunhæft í dag, þar sem nánast ógerlegt er að aðgreina hráefni sem fer í
vinnslu frá því sem fer á ferskan markað. Því er ráðlagt út frá niðurstöðunum og með tilliti til
niðurstaðna fyrri tilraunar, þar sem einn hópur grísa fékk 2 g af fiskifitu, að takmarka magn
fiskifitu í kg eldisfóðurs við hámarlc 2 g/kg. Þetta jafngildir því að ef um er að ræða 2% feitt
fiskimjöl þá má ekki nota meira en 10% af því í fóður eldisgrísa. Hins vegar er mjög þarft að
kanna hvort það að hætta allri fiskimjölsnotkun einhverjum vikum fyrir slátrun geti komið í
veg fyrir þessi óæskilegu áhrif sjávarfangsfitusýranna í vinnsluferlum afurða. Einnig er mjög