Ráðunautafundur - 15.02.1999, Qupperneq 243
235
RftÐUIMflUTflfUNDUR 1999
Nokkrir punktar um sérvirkt ónæmissvar
Sigurbjörg Þorsteinsdóttir
Tilraunastöð Háskóla Islands í meinafrœdi ad Keldum
ÓNÆMISKERFIÐ
Ónæmiskerfið er varnarkerfi líkamans sem sér um vamir gegn smiti og sýkingu og um við-
gerðarstarfsemi svo sem i sárum og skemmdum vef. Ónæmiskerfi manna og dýra gerir grein-
armun á eigin sameindum og framandi sameindum, eða „self ‘ og „non-self'Ónæmi skiptist í
ósérvirkt eða náttúrulegt ónæmi (unspecific, natural immunity), og sérvirkt eða áunnið ónæmi
(acquired, specific immunity).
Osérvirkt ónæmi
Ósérvirkt ónæmi er meðfætt, breytist elcki við endurtekið smit með sama sýkli, er ósérhæft og
virkt gegn öllum sýklum og lærir ekki. Ósérvirkt ónæmi skiptist í ytri varnir, s.s. húð og slím-
húð, og innri varnir sem taka við þegar ytri varnir skaddast eða duga ekki. Til náttúrulegra
iimri vama heyra: kleyflcjama átfrumur (granulocytes) sem skiptast í eosinophila, neutrophila
og basophila, lmattkjarna átfrumur (monocyte-macrophages, M0), náttúralegar drápsfrumur
(NK frurnur), bólgusvar og ýmsar virkar sameindir, s.s. lysoz>'me, complement, acute phase
protein (APP), interferon og lectin.
Sérvirkt ónæmi
Sérvirkt ónæmi er eldci meðfætt en hefur ónæmisminni sem gerir það mögulegt að styrkur og
gæði ónæmissvars getur aukist við endurtekið smit með sama smitefni. Þetta ónæmisminni er
grundvöllur bólusetninga. Sérhæft svar er gegn ákveðnum sýlcli. Mikilvægar ffumur í sérvirlcu
ónæmi eru eitilfrumur (lymphocytes) og mikilvægar sameindir eru mótefni (antibodies) og
boðefni (cytokine). Ósérvirkt og sérvirlct ónæmi er mjög samtvinnað og ósérvirkt ónæmissvar
er undirstaða þess að sérvirkt ónæmissvar geti myndast.
Líffœri og frumur ónœmiskerfisins
Virlcnifrumur ónæmiskerfisins, hvítfrumumar (leucocytes), era framleiddar í beinmerg,
fósturlifur og hóstarlcirtli (thymus). Þær þroskast og sérhæfast í ýmsum líffærum, eitilfrumur
aðallega í milta, eitlum, eitilflákum og beinmerg, en átfrumur þroskast einnig úti í flestum
vefjum líkamans. Hvítfrumur eru á verði út um allan líkamann í blóði og vessum, en varð-
stöðvar á leið þeirra eru milti í blóðrás og eitlar í vessalcerfi. í blóði eru hvítframur einungis
4000-10.000/ml blóðs (blóðflögur elcki taldar með), en rauðu blóðlcornin eru til samanburðar
4-5 milljónir/ml.
Við sýkingar fjölgar hvítfrumunum rnikið. Innbyrðis hlutfall hvítfruma í blóði og vessum
(differential talning) gefur hugmynd um ástand ónæmiskerfisins. í heilbrigðum manni er hlut-
fallið þannig að lcleyflcjarna átfrumur eru 60-75%, einkjama átfrumur 2-8% og eitilfrumur
20-30%.
Skipta má hvítfrumunum í tvo meginfloklca eftir uppruna.