Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 244
236
Hvítfrumur af mergfrumuuppruna
Blóðflögur
Eosino- Neutro- Baso- Mast- Angafruma
phil phil phil fruma
Monocyte Macrophage
í blóði út í vef
Hvítfrumur af eitilfrumuuppruna
©
Hjálpar- Dráps-
T-eitilfruma T-eitilfruma
Bæli-
T-eitilfruma
B-eitilfruma
SÉRVIRKT ÓNÆMISSVAR
Vœki, virknifrumur og boðefni
Sérvirkt ónæmissvar beinist gegn vælcjum. Væki (ónæmisvaki, antigen) er sameind sem
vekur sérvirkt ónæmissvar. Dæmi um væki er bakteríu- eða veiruprótein. Vækið má ekki vera
sömu gerðar og sjálf (eigin sameindir), því að öllu jöfnu myndum við ekki ónæmissvar gegn
olekar eigin sameindum. Vækið verður líka að vera af ákveðinni stærð til að vekja ónæmi.
Ónæmiskerfið þarf að geta brugðist við öllum vækjum sem til eru eða yfir 1012 mismunandi
vækjum. Vækiseining (epitope) er sá hluti vækisins sem eitilfrumuviðtaki (lymphocyte
receptor) þekkir og er lítill hluti stórra sameinda. A hverri örveru eða sýkli eru mjög mörg
væki.
Virknifrumur sérvirka ónæmissvarsins eru eitilfrumur. Þær skiptast í T- og B-frumur
sem þekkja væki. T-eitilfrumur framleiða boðefni og sjá um vefjaflokkaháð ónæmissvar, oft
kallað frumubundið ónæmi. Þær stjóma B-eitilfrumunum og mótefnaframleiðslu þeirra og
drepa veirusýktar frumur. B-eitilfrumurnar framleiða mótefni sem óvirkja væki með ýmsu
rnóti. Sérhæfðir viðtakar (antigen receptors) á yfirborði eitilfruma binda væki og allir
viðtakar einnar frumu eru eins. Sérhæfð binding vækis við viðtaka veldur ræsingu frumu. Við
ræsinguna koma í ljós fleiri viðtakar og fruman verður móttækileg fýrir boðefnum frá öðrum
frumum ónæmislcerfisins.
Boðefni eru lítil prótein framleidd af frumum ónæmiskerfisins. Þau eru af mörgum gerð-
um og kallast ýmsum nöfnum, t.d. interleukin (IL), interferon (IFN), tumor necrosis factor
(TNF), tumor growth factor (TGF) o.fl. Boðefnin geta haft áhrif á frumu sem framleiðir þau
eða á aðrar frumur með þvi að bindast sértækum viðtökum sínum á frumunum. Þau stjórna
líffræðilegum ferlum. s.s. frumuvexti, ræsingu, bólgu, ónæmissvari og vefjaviðgerðum. Fleiri
frumugerðir geta framleitt sama boðefnið og hver frumugerð getur framleitt mörg boðefni.
Mismunandi boðefni geta haft líka virlcni og áhrif boðefna geta verið mismunandi eftir því
hvaða frumutegund það binst. Boðefni geta unnið saman ellegar hvert gegn öðru. Ræsing T-
og B-frumna er háð boðefnum eins og IL-1, IL-2, IL-4, IL-10, IFN-y og TGF-p.
Hvar sem frurnur ónæmiskerfisins eiga samskipti sín á milli eða við aðrar frumur koma
viðloðunarsameindir (frumulím, adhesion molecules) við sögu, en þessar sameindir efla t.d.
sérvirka bindingu með ósérvirkri viðloðun milli ffumna.