Ráðunautafundur - 15.02.1999, Síða 245
237
Sýnifrumur (antigen presenting cells) eru frumur sem taka upp væki og matreiða þau
fyrir eitilfrumurnar. Þetta eru t.d. angafrumur (dendritic cells), hnattkjarna átfrumur
(macrophagai'), Langerhans frumur og B-eitilfrumur.
T-eitilfrumur
T-frumur myndast í beinmerg og þroskast í hóstarkirtli. Þar er útrýmt með vali öllum T-
frumum sem þekkja sjálf eða eigin sameindir. En hinar T-frumurnar sérhæfast og þroskast til
að mæta ákveðnum vækjum án þess að væki séu til staðar. T-frumuviðtaki (T-cell receptor) er
sérstakur fyrir hverja T-frumu og þekkir eina ákveðna vækiseiningu. T-eitilffumur skiptast
samkvæmt yfirborðssameindum í tvo aðalflokka, (1) Hjálpar-T-frumur (helper T-cells) sem
tjá CD4 sameindina, þær hjálpa t.d. B-frumum við mótefnaframleiðslu. (2) Dráps- og bæli-
T-frumur (cytotoxic/supressor T-cells) sem tjá CD8 sameindina. Þær drepa t.d veirusýktar
frumur.
Vefjaflokkasamcindir (major histocompatibility complex, MHC) eru sameindir með
fjölbreytileika (poiymorphisma) og sökum þessa má greina einstaklinga í sundur eða sýna
fram á skyldleika með vefjaflokkun. T-frumur þekkja vækiseiningar (peptíð, 9-20 amínósýrur
að stærð) sem bundnar eru á vefjaflokkasameindir. Veíjaflokkasamemdir skiptast í flokka,
sameindir af flokki I (class I) eru tjáðar á öllum frumum líkamans sem hafa lcjarna, sam-
eindir af flokki II (class II) eru aðallega tjáðar á sérhæfðum sýniframum.
Ræsing T-eitilfruma. Hjálpar-T-fruma sér vækiseiningu á vefjaflokkasameind af floldci
II á yfirborði sýnisfrumu, en dráps-T-fruma sér vækiseiningu á vefjaflokkasameind af flokki I
á yfirborði einhverrar sýktrar líkamsframu. Sýnifruma sýnir T-frumunni viðeigandi vækis-
einingu (t.d. peptíð úr veiru eða bakteríu) á vefjaflokkasameind sinni og T-ffumu-viðtakinn
sem þekkir þetta væki binst vefjaflokkasameindinni og vækiseiningunni. Þessi binding ásamt
ósérvirkum tengingum viðloðunarsameinda og áhrifum boðefna frá sýnifrumunni veldur
ræsingu T-frumunnar. Hvað siðan gerist við ræsingu fer eftir tegund og þroskastigi T-fram-
unnar og því hvort hún hefur séð vækið áður eða eleki. T-fruman getur t.d. fjölgað sér með
klónal fjölgun (þar sem öll aflcvæmi eru eins og upphafsfruman með nákvæmlega eins sér-
virka viðtaka). Hún getur líka framleitt boðefni eða drepið.
B-eitilfrumur
B-frumur myndast í beinmerg og sérhæfast þar fyrir ákveðið væki, án þess að væki séu til
staðar. B-frumuviðtaki á vfírboröi er mótefni (immunoglobulin, Ig) en mótefni með sömu
sérvirkni og viðtaki á yfirborði eru framleidd og þeim seytt út úr frumu. Hver fruma fram-
leiðir mótefni sem er sérvirkt fyrir eitt ákveðið væki.
Ræsing B-eitilfruma. B-frumu-Ig-viðtaki á yfírborði bindur væki (t.d. bakteríu) og boð
inn í B-framuna frá bindingunni og boðefni frá hjálpar T-frumu ræsa B-frumuna. Hvað síðan
gerist við ræsingu fer eftir þroskastigi framu og því hvort hún hefur séð vælcið áður eða ekki.
Klónal fjölgun verður og mótefnaframleiðsla fer í gang.
Mótefnaframleiðsla. Flokkar mótefna eru IgM, IgG, IgA, IgE, IgD og hafa mismunandi
lífvirkni. IgM og IgG eru mest í blóðrás, IgA í slímhúð og IgE á mastfrumum undir slímhúð.
Flestar B-frumur hafa upphaflega IgM á yfírborði. í frumsvari (primary response) er fyrst
framleitt IgM síðan slcipt í IgG, þ.e. sérvirkni mótefnisins helst en lífvirknin breytist. Hjálp T-
frumna er nauðsynleg fyrir skiptingu úr einum mótefnaflokki í annan. Framleiddar eru
minnisfrumur með IgG. IgA og IgE á yfirborði. í endursvari (secondary response) er framleitt
hlutfallslega meira IgG, IgA, IgE og valið er fyrir B-frumuklónum með mótefnum sem
bindast vækinu betur.