Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 251
243
Á Keldum er framleitt sermi til notkunar í lömb á vorin, en notkun á því er fremur lítil.
Bóluefni gegn bráðapest
Bráðapestar af völdum Clostridium septicum verður vart á haustin og snemma vetrar. Það er
helst yngra féð sem veikist. Bóluefnið var íyrst framleitt hér á landi af prófessor Niels Dungal
um 1930 og var framleitt á Rannsóknastoíu Háskólans allt til ársins 1975 er framleiðslan var
flutt upp að Keldum. Bóluefnið er notað í yngra féð á haustin um leið og það kemur af íjalli.
Bóluefnið er selt bæði sem sérstakt bóluefni, en einnig sem hluti af blönduðu bóluefni.
Blandaó bóluefni gegn lambablóösótt, bráðapest og garnapest
Um noldkurra ára skeið hefur verið framleitt á Keldum svokallað blandað bóluefni gegn
lambablóðsótt, garnapest og bráðapest. Bólueíhi inniheldur sömu sýkla og eiturefni og bólu-
efni gegn hverjum þessara sjúkdóma fyrir sig. Farið var út í að blanda þessum bóluefnum
saman til hagræðis fyrir bændur. Það kom iðulega fyrir að bólusett var gegn bráðpest, en svo
drápust kindur úr gamapest sem þær höfðu enga vöm gegn og öfugt. Mælt er með að yngra fé
sé bólusett einu sinni til tvisvar á haustin, allt eftir því hversu pestarhætt er á bænum. Síðan
eru allar lambfullar ær bólusettar einu sinni á vori u.þ.b. hálfum mánuði fyrir burð. í flestum
tilvikum gefur þetta nægjanlega vöm. Á einstaka bæ getur þó þurft að bólusetja æmar tvisvar
ef smitálag er mikið.
Bóluefni gegn lungnapest
Lungnapest af völdum Pasteurella multocida kemur upp öðm hvoru í sauðfé hér á landi. Oft
er búið til bóluefni úr þeim stofni sem veldur veikinni á hverjum stað. Bóluefnið er blanda af
sýklum og eiturefnum bakteríunnar sem gert hefur verið óvirkt með fenóli. Þegar sjúkdómsins
verður vart þarf að bólusetja allt féð svo fljótt sem auðið er, einkum eldra fé. Síðan er nauð-
synlegt að bólusetja á hverju hausti a.m.k. næstu 2 ár um leið og fé er tekið á hús. Ráðlegt er
að bólusetja á nágrannabæjum ef lungnapestar hefur orðið vart.
Bóluefni gegn garnaveiki
Garnaveiki barst sem kunnugt er tii landsins með karakúlfé 1933. Þegar sýnt varð að ekki
tækist að útrýma veikinni með niðurskurði þróaði Bjöm Sigurðsson, fyrsti forstöðumaður Til-
raunastöðvarinnar, bóluefni til varnar. Bóluefnið samanstendur af tveimur gamaveikistofnum
sem drepnir hafa verið með upphitun, þurrkaðir, muldir og síðan blandað saman við jurtaolíu
og paraffinolíu i ákveðnum hlutfóllum. Ein bólusetning veitir ævilangt ónæmi. Skylt er að
bólusetja öll ásetningslömb á garnaveikisvæðum á tímabilinu 15. september til 31. desember.
Bóluefnið veldur talsverðum bólgum á stungustað.
ALMENNT UM BÓLUSETNINGAR OG BÓLUEFNI
Kostir bólusetninga
Bólusetning er fyrirbyggjandi vamaraðgerð gegn sjúkdómum. Henni er beitt áður en sjúk-
dómur brýst út og er því fjárhagslega hagkvæm og æskileg út frá dýravemdunarsjónarmiði.
Notkun bóluefna dregur úr notkun fukalyfja og eykur eðlilegan viðnámsþrótt dýra gegn sjúk-
dómum. Með bólusetningu gegn tilteknum sjúkdómum má koma í veg fyrir faraldra, halda
sjúkdómum og tjóni af þeirra völdum í skefjum og jafnvel útrýma vissum sjúkdómum.
Okostir bólusetninga
Bólusetning veitir í fæstum tilvikum fullkomna vörn. Þó svo að hægt sé með markvissum
bólusetningum um árabil að útrýma vissum sjúkdómum heyrir það þó til undantekninga.
Ákvörðun um að beita bólusetningu gegn tilteknum sjúkdómi getur því falið í sér uppgjöf og