Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 252
244
viðurkenningu á því að ekki sé hægt að útrýma sjúkdómnum, alla vega fyrst um sinn. Þetta á
t.d. við um garnaveiki. Þegar sýnt var að ekki tókst að útrýma sjúkdómnum með niðurskurði
og íjárskiptum var þróað bóluefni í því skini að halda tjóni af völdum sjúkdómsins í lágmarki.
Það hefur tekist. Á vissum landsvæðum virðist sem sjúkdómnum hafí jafnvel verið útrýmt
með bólusetningum og öðrum vamaraðgerðum. Aðrar mótbárur gegn bólusetningum er að í
sumum tilvikum sé verið að reyna að leysa sjúkdómavairdamál með bólusetningu í stað þess
að leggja áherslu á að bæta umhverfi dýranna og aðbúnað. Þriðju rökin gegn bólusetningu er
að t.d. notkun lifandi bóluefna feli i sér hættu á dreifmgu annarra smitefna. Bóluefnin sem
framleidd eru að Keldum eru svokölluð dauð bóluefni, þ.e. sýklarnir hafa verið gerðir óvirkir
með formalíni, fenóli eða upphitun. Það eru því engar líkur á því að með þeim berist óæskileg
smitefni eða að bóluefnisstofnin breytist og fái aftur sýkingarhæfni, eins og komið getur fyrir
þegar um er að ræða lifandi eða veikluð bóluefni. Clostridium og lungnapestarbóluefnin eru
til varnar sjúkdómum af völdum baktería sem eru alls staðar í umhverfi dýranna og verður
eklci útrýmt. Eina og jafnframt kostnaðarminnsta ráðið gegn þessum sjúkdómum er bólu-
setning.
Getur bólasetning brugðist?
Dýr svara bólusetningu misvel. Flest bregðast við með íúllnægjandi mótefnasvari, en alltaf
eru einhver dýr sem eklci svara bólusetningu og fá þar af leiðandi ekki nægjanlega vöm gegn
viðkomandi sjúkdómi. Þarna geta ýmis atriði skipt máli:
• Erfðir: Mismunandi svörun ónæmiskerfisins getur verið arfbundin.
• Aldur dýrsins: Dýr geta haft hæfileika til ónæmissvörunar tiltölulega ung, en oft er
svarið mjög veikt. Mikilvægt er að hafa í huga að mótefni sem dýr hefur fengið í
móðurkviði eða með broddmjólk strax eftir fæðingu geta komið í veg fyrir myndun
mótefna í dýrinu sjálfu við bólusetningu. Slík hemjandi álrrif mótefna frá móður geta
í sumum tilvikum verið til staðar í allt að þrjá mánuði.
• Almennt heilsufar: Illa ásigkomin dýr svara bólusetningu verr en dýr í eðlilegum
holdum. Hið sama gildir um dýr sem þjást af snefilefnaskorti.
• Smitsjúkdómar og lyfjameðferð: Ymsir smitsjúkdómar geta haft ónæmisbælandi
áhrif. Sömuleiðis heiftarleg sníkjudýrasýking. Sum Iyf geta haft bælandi áhrif á
ónæmiskerfið.
Meóferð og notkun bóluefna
Ýmis atriði geta haft áhrif á það hvort bóluefni og bólusetning hafi tilætluð áhrif. Áður hefur
verið minnst á svörunina í dýrinu sjálfu. Nefna má aðra þætti, eins og geymslumáta og
geymsluþol bóluefnisins og tímasetningu grunnbólusetningar og endurbóiusetningar.
Bóluefni skal ávallt geyma á köldum (í lcæli), dimmum stað. Dauð bólefni mega alls eldci
frjósa. Virða skal takmörkun á endingartíma sem stimplaður er á glösin.
Setja þarf upp bólusetningaráætlun fyrir hvert bóluefni. Almenna reglan er að bólusetja
tvisvar í upphafi með u.þ.b. 4 vikna millibili (±2 vikur) og gefa seinni skammtinn u.þ.b. 2-3
vikum fyrir þann tíma sem reiknað er með að smitálagið verði mest. Hvað varðar garnaveiki-
bóluefnið nægir að bólusetja kindurnar einu sinni. Fæst þá ævilangt ónæmi. Hvað varðar
bóluefni gegn clostridium sjúkdómum og lungnapest hefur verið mælt með að bólusetja
tvisvar sinnum í upphafi með fárra vilara millibili. Þetta hefur verið gert árlega hingað til, en
eftir að farið var að nota blandað bóluefni gegn clostridium sjúkdómum hafa rnenn á seinni
árum farið út í að bólusetja tvisvar í upphafi og síðan aðeins einu sinni á ári rétt fyrir burð. Á
það í flestum tilvikum að duga ef smitálag er ekki þeim mun meira.
Við sjálfa bólusetninguna þarf að viðhafa allt í senn: Hreinlæti, vandvirkni og nákvæmni.