Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 255
247
Þar sem það eru eiturprótein Clostridia sem valda sjúkdómseinkennum þarf bólusetning
eða meðhöndlun með mótefnasermi að duga til að hlutleysa eiturvirkni viðkomandi eitur-
próteina. Á Keldum er framleitt blandað bóluefni gegn lambablóðsótt, garnapest og bráðapest
í sauðfé, svo og bráðapestarbóluefni og garnapestarbóluefni. Einnig eru framleidd mótefna-
sermi gegn lambablóðsótt og garnapest.
ENDURBÆTUR Á CLOSTRIDIUM BÓLUEFNUM
Bakgrunnur
Núverandi bóluefni innihalda mikið af þáttum sem hafa eldci endilega gildi fyrir myndun
verndandi mótefnasvars. Sumir þættir geta jafnvel vakið óæskilegt svar, þannig að mótefna-
myndun beinist meira gegn þáttum sem ekki skipta máli, en í minna mæli gegn þeim vækjum
(antigenum) sem eru mikilvæg fyrir rnyndun verndandi mótefna.
Við framleiðslu bóluefnanna eru viðkomandi bakteríustofnar ræktaðir í fljótandi æti.
Stofnarnir geta haft óstöðuga framleiðslu á eiturpróteinum og geta jafnvel rnisst gen fyrir við-
komandi próteinum og þannig hætt framleiðslu þeirra. Erfitt er að staðla framleiðslu stofna á
eiturpróteinum og stjórna nákvæmlega samsetningu bóluefnamra, sem er þó æskilegt. í dag er
verið að vinna með virk eiturprótein sem eru síðan afeitruð með formalíni. Mikill kostur væri
ef frá upphaíi væri unnið með „eiturprótein“ sem hafa litla eða enga eiturvirkni.
Eins og greint var frá hér að framan framleiðir hver C. perfringens stofn fleiri en eitt
eiturprótein. Þekking á hverju próteini fyrir sig er mikilvæg, en erfitt er að gera athuganir á
virkni eiturpróteina, nema þau séu hrein. Því þarf að byrja á að koma sér upp kerfi þar sem
hægt er að vinna með hrein eiturprótein.
Rannsóknaverkefni
Árið 1992 var hafin vinna við þrjú rannsóknaverkefni styrkt af Rannsóknaráði ríkisins og
síðar Rannís. Verkefnin skarast öil og hafa að endanlegu markmiði endurbætur á bóluefnum
gegn C. perfringens.
Verkefni þessi eru:
1) Þróun aðferða til mælinga á mótefnum gegn Clostridium perfringens sýklum og
eitri þeirra. Marlonið að þróa aðferðir til mælinga á mótefnum dýra gegn eitur-
próteinum C. perfringens sýkla, svo og til mælinga á sjálfum eituipróteinunum.
2) Eiturvirkni beta-eiturpróteins úr Clostridium perfringens. Markmið að skilgreina líf-
virkni beta-eiturpróteins.
3) Bóluefni gegn beta-eiturpróteini Clostridium perfringens. Markmið að endurbæta
framleiðslu á markaðshæfu bóluefni gegn beta-eiturpróteini bakteríunnar með að-
ferðum erfðatækninnar.
Þeir sem unnið hafa að þessum verkefnum eru: Vaigerður Steinþórsdóttir, Vala Friðriks-
dóttir, Eggert Gunnarsson, Ólafur S. Andrésson og Haraldur Halldórsson..
Rannsólcnavinnan hefur fram að þessu einskorðast við beta-eiturprótein C. perfringens.
Þetta er hugsað sem fyrsta skref í áttina að endurbótum á Clostridium bóluefnum þar sem
önnur eiturprótein yrðu telcin fyrir í framhaldi af þessu. Mikilvægt er að einangra hrein eitur-
prótein til að fá nánari vitneskju um virkni þeirra, staðla mælingaraðferðir og geta betur
stjórnað samsetningu bóluefna.
Einangrun á geni beta-eiturpróteins ogframleiðsla á stökkbrigðum
Genið sem stýrir framleiðslu beta-eiturpróteinsins var einangrað og sett inn í skaðlausa
bakteríu Bacillus subtilis. Notað var tjáningarkerfi í B. subtilis þar sem virkt beta-eiturprótein
var framleitt og seytt út úr bakteríunni í ræktunarvökvann. Þegar tekist hafði að framleiða