Ráðunautafundur - 15.02.1999, Side 258
250
RRÐUNfiUTRFUNDUR 1999
Bylting í bóluefnisgerð? Tilraunir með DNA bóluefni gegn visnu
Helga María Carlsdóttir
Tilraunastöd Háskóla íslands í meinafrœói aö Keldum
(helgamc@rhi. hi. is)
INNGANGUR
Árið 1993 var fyrst sýnt fram á að bólusetning með DNA gæti veitt vernd gegn inflúensu-
veirunni í dýratilraun (l). Síðar hefur DNA bólusetning verið reynd í tilraunadýrum gegn
ýmsum veiru-, bakteríu- og sníkjudýrasjúkdómum og í flestum tilfellum veitt vernd(2-3'4-5’6'7'8’
9'I0 II). Einnig hefur verið sýnt fram á að þessi aðferð til bólusetninga geti bæði framkallað
svörun með myndun mótefna (antibodies) svo og myndun frumubundins ónæmis með frumu-
drepandi T-eitilfrumum (cytotoxic T-cells) (2t2'1j-i4). Vitað er að hið síðamefnda er mikilvægt
til að ráða niðurlögum ýmissa innanfrumusýkla, þ.á.m. veira, en hefðbundnar aðferðir til
bólusetninga framkalla oft einungis mótefnasvar.
Þessi nýja tækni til bólusetninga er frábrugðin hefðbundnum aðferðum á þann hátt að
notað er lrreint erfðaefni (naked DNA). Geni próteinsins sem framleiða á ónæmissvarið gegn
er komið fyrir inni í hringlaga DNA sameind, svonefndri tjáningarferju (expression vector),
sem er hönnuð með það í huga að tjá gen í spendýrafrumum (lxl6). Setja má fleiri en eitt gen
inn í hverja tjáningarferju og framkalla þannig ónæmissvar gegn mörgum vækjum (anti-
genum), annað hvort sama sýkils eða mismunandi sýklum samtímis. Slíkt bóluefni gæti því
orðið marggilt gegn íjölda sýkingavalda. Einnig má hafa áhrif á ónæmissvarið sem fæst með
DNA bóluefni, t.d. með því að koma fyrir genum ýmissa ónæmisstjómunarpróteina (cyto-
kines) í tjáningarferjunni og þar með stýra því hvaða frumur ónæmiskerfisins svara<l7).
Tjáningarferjan inniheldur, auk stýrisvæða til genatjáningar í spendýrafrumum, DNA
búta úr bakteríum, s.s. raðir nauðsynlegar til eftirmyndunar (replication) og gen sem flytur
ónæmi gegn fúkalyfi. Þetta auðveldar framleiðslu á bóluefninu með vali í æti með viðeigandi
fúkalyfi svo og til ræktunar í miklu magni. Framleiðsla, hreinsun og gæðaeftirlit DNA bólu-
efna er mjög einfalt í framkvæmd samanborið við hefðbundin bóluefni. Framleiðsluferli allra
slíkra bóluefna er nánast hið sama eftir að viðeigandi gen hafa verið sett inn í tjáningar-
ferjurnar. Þar sem DNA er tiltölulega stöðugt í lausn og enn stöðugra frystiþurrkað er þessi
gerð bóluefnis ekki eins viðkvæm fyrir geymslu og þarf því t.d. ekki nauðsynlega að geymast
í frysti eða kæli.
DNA bóluefni er hægt að gefa á marga vegu(l8); best hefur reynst að sprauta því í vöðva
eða húð. Vöðvafrumur taka það upp og tjá viðkomandi gen og hefur þannig fengigt bæði mót-
efnasvar og öflugt T-frumudráp. Olíkt því sem algengt er við hefðbundnar bólusetningar þá
veldur DNA nánast engum aukaverkunum, hvorki á stungustað né frá öðrum líffærakerfum.
Markmið verkefnisins er að nýta þessa byltingarkenndu nýjung í bólusetningum með því,
til að byrja með, að þróa nothæft DNA bóluefni gegn visnu í sauðfé sem orsakast af veiru úr
lentiveirufloklcnum, þ.e. visnuveirunni. Þótt tekist hafi að útrýma visnu á Islandi með niður-
skurði veldur hún miklum búsifjum í sauðfjárbúskap víða erlendis. Mikil reynsla hefur fengist
við rannsóknir á visnuveirunni á Tilraunastöðinni á Keldum og því sjálfsagt að nýta þá vinnu
við þróun þessa verkefnis. Afar illa hefur gengið að þróa bóluefni gegn lentiveirum, jafnt í