Ráðunautafundur - 15.02.1999, Side 259
251
mönnum sem dýrum, og gæti þessi nýja tækni hugsanlega bætt úr því. Dæmi um lentiveiru
sem sýkir menn er HIV-1 sem veldur eyðni. Takist að framleiða nothæft DNA bóluefni gegn
einni lentiveiru eru allar líkur á því að þróun svipaðs bóluefnis verði auðveldara gegn öðrum
veirum af sama ílokki. Hið sama á einnig við um smitsýkingar af öðrum uppruna. Reynist
þessar tilraunir vel gegn visnunni mætti nýta þá vinnu gegn öðrurn sýkingum, t.d. til að þróa
endurbætt bóluefni gegn garnaveiki í sauðfé.
FRAMGANGUR VERKEFNISINS
Þar sem verkefnið er á algjöru byrjunarstigi hafa eldci fengist miklar niðurstöður ennþá. Ein
forsenda þess að hægt sé að nota genatjáningarferjurnar sem bóluefni er að tjáning fáist á við-
komandi geni. Auðveldast er að mæla tjáninguna í frumum í rækt í rannsóknastofunni. í upp-
hafi verkefnisins hefur tekist að þróa ágætt genatjáningarkerfi í kindafrumum í rækt. Notaðar
voru liðhimnufrumur úr kindafóstri (foetal ovine synovial cells) og hafa tvær tjáningarferjur
verið reyndar. Þeim var komið inn í ffumurnar með genafærslu (transfection) og var hið
þekkta gen enzymsins CAT (chloramphenicol acetyl transferase) úr E-coli notað sem sýnigen
(reporter gen) í ferjurnar til að mæla tjáninguna. Próteinafurð gensins var rnæld með ónæmis-
blettun (Western blot) og til þess notuð sérhæfð mótefni gegn CAT. Reyndist önnur ferjan,
þ.e. VR1012, tjá CAT í a.m.k. hundraðfalt meira magni en hin og var því afráðið að nota hana
við framhald verkefnisins.
Visnuveiran er fremur flókin veira. Genamengi hennar samanstendur af a.m.k. sex gen-
um, sem sum hver greinast í smærri gen, aulc stýrisvæða (sjá 1. mynd). Fyrst í stað verður
lögð áhersla á að tjá í frumurækt genin gag og env sem segja fyrir um framleiðslu á aðalbygg-
ingarpróteinum visnuveirunnar. Viitna er hafm með að koma þessum genum inn í VR1012.
Fáist tjáning á genunum í frumurækt verður feijununt sprautað í kindur til ónæmisprófana.
1. mynd. Genamengi visnuveirunnar.
HEIMILDASKRÁ
1 Ulmer, J.B., Donnelli, J.J., Parker, S.E.. Rliodes, G.H., Felgner, P.L. & Dwarki, V., o.fl., 1993. Heterologous
Protection Against Influenza by Injection of DNA Encoding a Viral Protein. Science 259: 1745-1749.
Rouse, R.J.D., Nair, S.K.., Lydy, S.L., Bovven, J.C. & Rouse, B.T., 1994. Induction in Vitro of Primary'
Cytotoxic T-Lymphocyte Responses with DNA Encoding Herpes Simplex Virus Proteins. J. Virol. 68:
5685-5689.
J Yokoyama, M., Zhang, J. & Whitton, J.L., 1995. DNA Immunization Confers Protection against Lethal
Lymphocytic Choriomeningitis Virus Infection.J. Virol. 69: 2684-2688.
4 Wang, B.. Boyer, J., Srikantan, V., Ugen, K., Gilbert, L. & Phan, C., o.fl., 1995. Induction of Humoral and
Cellular lmmune Responses to the Human Immunodeficiency Type 1 Virus in Nonhuman Primates by in
Vivo DNA Inoculation. Virologyll I: 102-112.
Cardoso, A.I., Blixenkrone-Moller, M., Fayolle, J., Liu, M., Buckland, R. & Wild, T.F., 1996. Immunization
with Plasmid DNA Encoding for the Measles Virus Hemagglutinin and Nucleoprotein Leads to Humoral ans
Cell-Mediated Immunity. Virology 225: 293-299.
6 Anderson, R., Gao, X.M., Papakonstantinopoulou. A., Roberts, M. & Dougan, G., 1996. Immune Response