Ráðunautafundur - 15.02.1999, Síða 269
261
við sjúkdóminn í íjölskyldum. Árið 1997 fékk Stanley Prusiner Nóbelsverðlaunin í læknis-
fræði fyrir rannsóknir sínar á príonsmitefninu og príonsjúkdómum.
1 sauðfé og geitum virðist príonsjúkdómurinn, riða, eingöngu vera smitsjúkdómur. Engar
sannanir hafa fengist fyrir arfgengum príonsjúkdómum í þessurn tegundum. Enn eru til riðu-
laus svæði í heiminum, t.d. Ástralía, Nýja Sjáland og nokkrir hlutar íslands (Snæfellsnes, A-
Skaftafellssýsla og Strandasýsla), sem haldið er hreinum með sóttvarnaraðgerðum.
GREINING
Ekki er hægt að greina príonsjúkdóma með vissu nema með krufningu og vefjaskoðun á
heilavef. Reyndar eru til ný próf sem byggjast á því að greina PrPsc útfellingar í eitlavef dýra
en það er erfitt í framkvæmd (og dýrt) að greina t.d. heila íjárhjörð á þennan hátt. Nýlega var
lýst greiningarprófi á augnhimnu sauðkinda, sem vonir eru bundnar við. Það gerir allar út-
rýmingarherferðir erfiðar að elvki er hægt að mæia nein mótefni í sýktum dýrum. Engin mót-
efni eru til sem gera greinarmun á PrPc og PrPsc. Ástæðan er sú að þar sem líkami hinna sýktu
framleiða sjálfir sitt smitefni (eftir frumsýkingu) skynjar ónæmiskerfið eldti PrPsc sem að-
komusameind og myndar ekkert mótefni. Á síðasta ári hafa þó tveir hópar, annar í Sviss og
hinn í Bandaríkjunum, fengið einlcaleyfi á sértæku mótefni sem var framleitt með erfðatækni.
ERFÐABREYTTAR MÝS
Nú er hægt að framleiða erfðabreyttar mýs með rofin PrP gen sem eru ófær um að framleiða
PrPc prótein (PrP „knock-out" mýs). Þegar þessai' mýs voru smitaðar með príonsmitefni fengu
þær ekki riðu, jafnvel þegar þær voru sprautaðar í heila. Á hinn bóginn fengu viðmiðunar-
mýsnar, sem voru með sín heilu PrP gen, príonsjúkdóm eftir sömu meðferð. Þessar niður-
stöður, sem sýna að framleiðsla á eigin PrPc sé nauðsynleg fyrir smit, hafa styrkt mjög
kenningar Prusiners, sem hélt því fram að við smit verði ummyndun á eigin PrPc sameindum
líkamans. Mýs sem höfðu rofið PrP gen á aðeins öðrum litningi en ekki hinum, þ.e. fram-
leiddu PrP prótein af aðeins einu geni en ekki tveimur, reyndust hafa tvöfalt lengri með-
göngutíma smits vegna minni framleiðslu PrPc og hægari uppsöfnunar. Með því að setja PrP
gen úr hamstri í rnýs með rofin PrP gen var auðvelt að smita mýsnar með hamsturs-
príonsmitefni en það er annars mjög erfitt vegna hás tegundaþröskuldar milli þessara tegunda.
Enn hefur ekki tekist að framleiða smitandi príon í tilraunaglösum eða í bakteríum með
hjálp erfðatækninnar. Séu gen með CJD stökkbreytingum látin framleiða PrP prótein í til-
raunaglösum verður til prótein með aukið próteinasaþol, sein er eitt af einkennum PrPs\ en
það er ekki smitandi. Svo virðist sem eitthvað annað prótein í frumunni verði að koma við
sögu við umbreytinguna.
STOFNAR SMITEFNIS
Sú staðreynd að til eru mismunandi stofnar príonsmitefnis er erfitt að útskýra án þess að taka
kjarnsýrur með í reikninginn, sem þá myndu skrá mismuninn í röð sinni. Þessu hafa and-
stæðingar príonkenninga Prusiners haldið fram sem rök fyrir riðuvírus. í sauðkindum eru
a.m.k. 20 stofnar sem lýsa sér í mismunandi meðgöngutima smits sé þeim sprautað í mýs og
mismunandi vefjaskemmdum í heilasneiðum músanna. Nýlegar tilraunir með erfðabreyttar
mýs benda þó til þess að mismunandi stofnar príonsmitefnis sé hægt að útskýra með mismun-
andi þrívídd smitefna innbyrðis, sem verlci eins og mismunandi mót.
SMITLEIÐIR
Við dýratilraunir er smitefninu oft sprautað beint í heila dýranna til þess að stytta tímann þar