Ráðunautafundur - 15.02.1999, Síða 276
268
erfðafræðilegur munur væri á milli riðulausra svæða og riðusvæða. Skoðað var heilbrigt fé
víðs vegar af landinu, bæði frá þeim svæðum (vamarhólfum) þar sem riða hefur aldrei fundist
(Strandir, Snæfelisnes og Öræfi) (257 kindur) og frá riðusvæðum (166 kindur). í öðru lagi var
fé sem sýkst hefur af riðu (92 kindur úr 76 riðuhjörðum frá 1987-98) borið saman við heil-
brigt fé úr riðuhjörðum (179 kindur). Að lokum var tekin fyrir heil riðuhjörð (65 kindur) og
arfgerðir bornar saman við vefjameinafræði.
Tekin voru blóð eða vefjasýni og einangrað úr þeim erfðaefnið DNA. I ramisóknina var
notað DNA vegna þess að mjög flókið og dýrt er að rannsaka príonpróteinið beint. Því næst
var bútur af erfðaefninu, sem inniheldur stærstan hluta príongensins, fjölfaldaður með PCR
(polymerase chain reaction) aðferðinni og breytileiki þess rannsakaður með ýmsum grein-
ingaraðferðum sameindalíffræðinnar, svo sem skerðibútameltu, bræðslugeli (denaturing grad-
ient gel electrophoresis; DGGE) og DNA raðgreiningu. Einkum voru skoðaðir þeir þrír staðir
í geninu (táknar númer 136, 154 og 171) sem rannsóknir gerðar á erlendu fé hafa bent til að
skipt geti máli fyrir riðunæmi (Hunter o.fl. 1997, Smits o.fl. 1997).
Þessar rannsóknir voru unnar undir stjórn Astríðar Pálsdóttur sameindalíffræðings í sam-
vinnu við Sigurð Sigurðarson dýralækni á Keldum, sem sá um alla sýnatöku. Hann sá einnig
um klíníska greiningu riðutilfella og vefjaskoðun á heilasýnum. Guðmundur Georgsson
meinafræðingur leitaði að smásæjum breytingum í heila riðuhjarðarinnar og sá um ónæmis-
litun fyrir príonpróteininu.
NIÐURSTÖÐUR
Breytileiki fannst alls á fimm stöðum í príongeninu, m.a. á tveimur nýjum stöðum, táknar
númer 138 (N/S) og 151 (C/R) (sjá 1. mynd). Breytileiki fannst einnig á stöðum 136 (V/A),
137 (M/T) og 154 (H/R) í príongeninu. í seti 171 fannst enginn breytileiki, þ.e. eingöngu
amínósýran glutamine (Q), sem er ólíkt því sem gerist annars staðar í Evrópu. Þessi skortur á
breytileika. sem gæti stafað af einangrun íslensks sauðfjárstofns í gegnum tíðina, veldur því
að færri arfgerðir finnast í íslensku fé en í erlendu, þegar aðeins er tekið tillit til þeirra þriggja
staða í geninu sem taldir eru skipta máli fyrir smitnæmi, þ.e. númer 136, 154 og 171 eða að-
eins sex talsins. í erlendu fé hefur glutamine í seti 171 verið tengt auknu næmi fyrir smiti,
einkum í fjárkynjum þar sem skortir breytileika í seti 136 eða hann fátíður (t.d. Suffolk kynið)
(Huntero.fi. 1997).
I. mvnd. Breytileiki fundinn i príongeni íslensks sauðfjár. Bókstafimir standa
fyrir eftirfarandi amínósýrur; A: alanine, C; cysteine, H: histidine, M: methion-
ine, N: aspargine, Q: glutamine, R: arginine, S: serine, T: threon-ine, V: valine.