Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 280
272
(5. tafla). Þær fimm kindur sem greindust með ytri (klínísk) einkenni riðu sýndu einnig ein-
kennandi vefjaskemmdir (safabólur) í heila og jákvæða svörun við litun á príonpróteininu.
Fjórar þeirra (80%) báru áhættuarfgerð príonpróteinsins (VRQ). Af þeim sem eldci höfðu nein
vtri einkenni (60 kindur), voru fjórtán sem sýndu væg einlcenni vefjaskemmda sem gætu bent
til byrjunarstigs riðusjúkdómsins. Allar voru annað hvort arfhreinar eða arfblendnar hvað
varðar áhættuarfgerðina VRQ. Tíðni VRQ arfgerðarinnar var mun hærri í þessari tiltelmu
lijörð en í íslensku sauðfé yfirleitt, sem hefur væntanlega valdið auknu næmi hjarðarinnar
fyrir riðuveiki. Athyglisvert er að engin af þeim kindum sem höfðu ytri einkenni riðu eða ein-
göngu ótvíræðar eða grunsamlegar vefjabreytingar báru arfgerðina AHQ, sem er talin valda
lágu næmi fyrir riðusmiti (5. tafla). Þessar niðurstöður styðja því eklíi þá tilgátu að fé með
arfgerðir með lága smitáhættu séu heilbrigðir smitberar riðu.
5. tafla. Samanburður á PrP arfgerðum og vefjameinafræði í heilli riðuhjörð.
Arfgerö Riða klínísk Einkennalaust fé Vefja- Engar skemmdir skemmdir AIls
arq/arq 6(13%) 6 (9%)
VRQ/VRQ 3 (60%) 5 (36%) 1 (2%) 9 (14%)
VRQ/ARQ 1 (20%) 7 (50%) 9 (20%) 17(26%)
VRQ/AHQ 2 (4%) 2 (4%)
AHQ/ARQ 2 (4%) 2 (4%)
AT137RQ/VRQ 1 (2%) 1 (1,5%)
AN138RQ/AT137RQ 1 (2%) 1 (1,5%)
AN138RQ/ARQ 1 (20%) 5 (11%) 6 (9%)
AN138RQ/VRQ 1 (7%) 1 (2%) 2 (4%)
AN138RQ/AHQ 1 (2%) 1 (1,5%)
ACI5IRQ/ARQ 10 (22%) 10 (15%)
AC151RQ/AC151RQ 1 (2%) 1 (1,5%)
AC151 RQ/VRQ 4 (9%) 4 (6%)
ACI51RQ/ANI38RQ 2 (4%) 2 (4%)
Ekki vitaö 1 (7%) 1 (1,5%)
Alls 5 14 46 65
NÝTING NIÐURSTAÐNA
Riða er enn landlæg í nokkrum landshlutum, þrátt fyrir stórfelldan niðurskurð og hreinsunar-
aðgerðir síðasta áratug (Sigurdarson 1991). Undanfarin ár hafa komið upp 3-12 tilfelli á ári
og oft er um að ræða endurtekna riðu, þ.e. bæi þar sem skorið hefur verið niður fé vegna riðu
nokkrum árum áður. Það gæti því verið full ástæða fyrir sauðfjárræktendur að huga að nýjum
baráttuaðferðum gegn riðu til viðbótar við þær sem fyrir eru. Þar gæti komið til uppbygging
sauðfjárstofns sem hefði minna nærni fyrir riðusmiti en nú er. Þannig væri e.t.v. hægt að
minnka líkumar á að riðuveiki kærni upp í hjörð sem hefði orðið útsett fyrir smiti.
Upplýsingar um arfgerð fjár með tilliti til næmis fyrir riðusmiti rná nota við kynbætur á
sauðfé á þann hátt að velja ekki fé með áhættuarfgerðir til undaneldis, en reyna þess í stað að
fjölga því fé sem er ekki eins næmt fyrir smiti (sbr. 4. töflu). Þar sem hrútamir hafa yfirleitt
áhrif á erfðamengi fleiri afkvæma en ærnar þá væri æskilegt að byrja á því að athuga arfgerðir
þeirra. Þegar hefur verið nefnt dæmi um riðubæ þar sem hjörðin var orðin sérstaklega við-
kvæm fyrir riðu, vegna þess að flestir þeirra hrúta sem notaðir höfðu verið til undaneldis á
bænum báru áhættuarfgerð.