Ráðunautafundur - 15.02.1999, Síða 288
280
Gróóurþekja og ríkjandi tegundir
Margar þeirra tegunda sem algengar voru á stöðvunum höfðu litla þekju og því óverulega
þýðingu þegar litið er á framboð gróðurs til beitar. Tiltölulega fáar tegundir náðu umtalsverðri
þekju. Af 11 tegundum sem mældust með yfír 1% meðalþekju voru 9 einldmblöðungar (3.
tafla. 1. mynd). Mest var meðalþekja snarrótar, mýrastarar og hálíngresis og skera þær sig
nokkuð frá öðrum tegundum hvað þekju varðar. A Norðurlandi, einkanlega í Eyjafirði og
Skagafirði, var snarrót víðast hvar ríkjandi tegund í graslendi og vel framræstu mýrlendi. Á
stöðvum á Suðurlandi var hins vegar mjög lítið um snarrót og var hún þar aðeins skráð á
þremur stöðvum (3. mynd). Sunnanlands var hins vegar mun meira um hálíngresi og vallar-
sveifgras í högunum en fyrir norðan (3. tafla, 3. mynd). Þrátt fyrir að túnvingull væri langal-
gengasta grastegundin á stöðvunum þá náði hann óvíða umtalsverðri þekju og var hvergi
ríkjandi í gróðri (3. mynd). í mýrlendi og deigu landi var mýrastör yfirleitt ríkjandi tegund
eða með umtalsverða þekju og var lítill rnunur þar á milli landshluta (3. mynd).
Með vaxandi hæð yfir sjó dró úr þekju þessara helstu tegunda sem ríktu í graslendi og
mýrlendi á láglendi. Helstu tegundir sem voru ríkjandi í gróðri upp til hlíða og á heiðum voru
stinnastör, krækilyng (3. mynd), komsúra og klófífa. Mikið dró úr þekju grasa og stara, þ.e.
þess gróðurs sem hrossin bíta helst, er komið var upp fyrir 300 m hæð (4. mynd), sem bendir
til að mikill rnunur sé á gæðum hrossahaga á láglendi og heiðalandi.
Uppskera og svaröhæó
Mikill munur var á uppskeru milli stöðva (2. og 4. mynd) sem rekja má til breytileika í gróðri,
jarðvegi, hæð yfir sjó og beitarálagi. Einnig kann árferðismunur milli 1997 og 1998 að eiga
hlut að máli. Að meðaltali mældist uppskera urn 90 g/m2 (9 hestburðir/ha), en mest náði hún
487 g/m2 og minnst varð hún 6 g/m2. Uppskera var að jafnaði meiri í graslendi og framræstu
mýrlendi en í óframræstu mýrlendi eða mólendi. Snarrótargraslendi á láglendi í Skagafirði
reyndist vera uppskeruríkast og skar það sig nokkuð frá öðru landi (2. mynd). I uppskeruríku
landi reyndust, auk snarrótar, hálíngresi, mýrastör og vallarsveifgras oftast vera rneðal
ríkjandi tegunda.
Það dró mjög úr uppskeru með vaxandi hæð yfir sjó og var hún allsstaðar langt undir 100
g/m2 er komið var upp fyrir 350 m þrátt fyrir að beitarálag væri þar yfirleitt lítið (4. mynd).
Sýnir þetta eins og þekjumælingin að beit fyrir hross er mjög rýr er kemur hátt upp í hlíðar og
til heiða.
Svarðhæð var rnæld sem rnesta blaðlengd grasa og stara (Borgþór Magnússon o.fl. 1997).
Hún er mæld á vettvangi með tommustoldci og er því mun einfaldari og fljótlegri en
uppskerumæling sem krefst sýnatöku, þurrkunar og vigtunar. Svarðhæð mælist að meðaltali
16.5 crn (3. tafla), en rnest varð hún 47 cm og minnst 4 cm (5. mynd). Svarðhæðin var að
jafnaði mest á óbitnu eða lítið bitnu, grasgefnu landi, en mimist á uppskerurýru heiðalandi eða
snöggbitnu landi. Góð samsvörun var á milli uppskeru og svarðhæðar og var fylgni marktæk
samkvæmt 3. gráðu aðhvarfsjöfnu (r2=0,75, P<0,0001). Þegar fylgni ástandsfloklca við upp-
skeru og svarðhæð var könnuð með sama hætti kom í Ijós að samband við svarðhæð var mun
sterkara (r2=0,67, P<0,0001) en við uppskeru (r2=0,39, P<0,0001) (5. mynd). Þessar niður-
stöður benda til að svarðhæð sé betra einkenni en uppskera í ástandsflokkunarkerfmu og megi
síður rnissa sín yrði gripið til einfaldara rnats og eftirlits í högum.