Ráðunautafundur - 15.02.1999, Qupperneq 296
288
RAöUNRUTHFUNDUR 1999
Forsendur búsetu - afkoma í landbúnaði
Þórarinn Sólmundarson
Byggðastofnun, þróunarsviði
INNGANGUR
ísland er eitt strjálbýlasta land Evrópu ef íbúafjöldanum er deilt á allt flatarmál landsins, eða
um 3 íbúar á lcm2. Flestir íslendingar búa hins vegar á tiltölulega afmörkuðu svæði og fyrir
vildð er hlutfall þéttbýlisbúa eitt hið hæsta í álfunni, eða 91,7% þjóðarinnar árið 1995. Hér-
lendis eru aðeins 10 þéttbýlisstaðir með fleiri en 2.000 íbúa og 58,4% landsmanna býr á höf-
uðborgarsvæðinu og er það til muna hærra hlutfall en á öðrum Norðurlöndum. Ibúum höfuð-
borgarsvæðisins hefur fjölgað mun örar en á landsbyggðinni og ef fer fram sem horfir verða
þeir 66% þjóðarinnar árið 2025 (ef sama þróun og frá 1980 heldur áfram). Mun lægra hlutfall
íslendinga býr í sveit og litlum þéttbýlisstöðum og helmingi færri búa í 2-10.000 manna
bæjum sem algengt er á Norðurlöndunum. Það virðist auðveldara fyrir nágrannaþjóðimar en
íslendinga að halda íbúum í meðalstórum og litlum þéttbýlisstöðum. Aðdráttarafl höfuð-
borgarsvæðisins hér á landi hefur verið svo mikið að aðrir þéttbýlisstaðir hafa gefið eftir.
1. tafla. Skipting mannfjöldans í dreifbýli/þéttbýli og höfuðborgarsvæði á Norður-
löndum.
Danmörk'1* Finnlandw íslandc) Noregurc) Svíþjóðb)
Höfuðborg 25,9% 17,2% 59,2% 17,8% 17,6%
Þéttbýli 84,9% 79,7% 91,7% 73,9% 83,1%
Dreifbýli 15,1% 20,3% 8,3% 26,1% 16,9%
a) 1992, b) 1990, c) 1995.
Eðlilegt er að byggð þróist, staðir stækki og minnki og sum svæði fari í eyði, en sú öra
fólksfækkun sem margar byggðir búa við núna er sársaukafull og óæskileg fyrir samfélagið.
Byggðastefna þarf því að gera eðlilegum og óhjákvæmilegum breytingum kleift að eiga sér
stað á sem sársaukaminnstan hátt fyrir þær byggðir sem í hlut eiga. Einhæft atvinnulíf, og at-
vinnulíf sem byggir á greinum sem eklci eru í vexti, hefur neikvæð áhrif á búsetuþróun og
tekjur sveitarfélaga minnka. Með minnkandi tekjum verður sífellt erfiðara að halda uppi
nauðsynlegri grunnþjónustu á vegum sveitarfélagsins og aðgengi að skóla og heilsugæslu
minnkar. sem enn hefur neikvæð áhrif á búsetuþróun.
Við höfum átt við mikinn byggðavanda að glíma á síðari áratugum. Fólki i dreifbýli
lækkaði t.d. um 27% á árunum 1970-91. Þrátt fyrir mikinn byggðavanda á Islandi verja ís-
lendingar hlutfallslega minna fé til byggðaþróunar en tíðkast annars staðar á Norðurlöndum.
Stuðningur hérlendis er að mestu í lánsformi en annars staðar á Norðurlöndum er að stórum
hluta um beina styrki að ræða. Til viðbótar hafa síðan Finnar og Svíar aðgang að margvís-
legum byggðasjóðum Evrópusambandsins.
í tillögu til þingsályktunar um stefnu i byggðamálum fyrir árin 1998-2001, ef samþykkt
verður, hefur að meginmarkmiði að treysta búsetu á landsbyggðinni. Þar er stefnt að því að
fólksfjölgun á landsbyggðinni verði ekki undir landsmeðaltali og nemi 10% til ársins 2010. Ef