Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 297
289
þetta markmið á að nást fram þurfa að koma til byggðaaðgerðir sem beinast að jaðarsvæðum
sérstaklega.
ORSAKIR BYGGÐARÖSKUNNAR
Tekjur fólks eftir landsvæðum eiga samkvæmt hagfræðikenningum að hafa áhrif á búsetuval.
Þá er talið að vinnumarkaðurinn leiti eftir jaínvægi, þannig að einstaklingar flytji frá svæðurn
þar sem laun eru lág og atvinna lítil til annarra svæða þar sem laun eru hærri og atvinnutæki-
færi fleiri. Það hefur hins vegar komið í ljós að meðaltekjur fólks skýra brottflutning einungis
þar sem landbúnaður er mikill í kjördæminu (og fólksfækkun verið mikil), s.s. á Vesturlandi
og Norðurlandi vestra, en það á ekki við um Suðurland þar sem hlutfall landbúnaðar er þó
hvað hæst á landinu. Sömuleiðis hefur fólksfælíkunin verið hvað mest að undaförnu frá Vest-
fjörðum, þrátt fyrir að meðaltekjur fólks þar hafí verið hærra en landsmeðaltal. Atvinnutekjur
skýra því aðeins hluta af ástæðum fólksflutninga á milli byggðarlaga.
2. tafla. Atvinnutekjur eftir landshlutum árió 1996
Kjördæmi Fjöldi ársverka Meðaltekjur þús. kr. Frávik frá landsmeðaltali
Höfuðborgarsvæði 74.916 1.865 2,7
Suðurnes 7.149 1.939 6,8
Vesturland 6.859 1.701 -6,3
Vestfírðir 4.543 1.817 0,0
Norðurland vestra 4.578 1.655 -8,9
Norðurland eystra 12.774 1.724 -5,1
Austurland 5.967 1.861 2,5
Suðurland 10.016 1.606 -11,6
Samtals 126.802 1.816
Sundurliðun niður á atvinnugreinar er að finna í viðaukatöflu, en þar má m.a. lesa eftir-
farandi um íjölda ársverka og atvinnutekjur í landbúnaði árið 1996. Mat á fjölda ársverka og
útreikningur meðaltelcna byggir á aðferð Þjóðhagsstofnunnar og er unnin úr skattframtölum.
3. tafla. Mat á fjölda ársverka í landbúnaöi og útreikningur meðaltekna.
Kjördæmi Fjöldi ársverka i landbúnaði Meðaltekjur pr. ársverk Frávik frá landsmeðaltali landbúnaðar, %
Vesturland 687 720.000 -7,6
Vestfirðir 306 682.000 -12.5
Norðurland vestra 702 677.000 -13,1
Norðurland eystra 987 775.000 -0,5
Austurland 558 721.000 -7,4
Suðurland 1.667 787.000 1,0
Suðurnes 29 1.096.000 40,7
Höfuðborgarsvæði 416 1.158.000 48,7
Samtals 5.351 779.000
í ritinu „Búseta á íslandi" eru dregnar ályktanir urn helstu orsakaþætti byggðaröskunnar
sem byggja á viðamikilli könnun er Félagsvísindastofnun Háskóla íslands framkvæmdi fyrir
Byggðastofnun á árinu 1997. Þær ályktanir sem dregnar eru af könnuninni benda sterklega til
þess að helstu ástæður byggðaröskunnar á svokölluðum jaðarsvæðum megi rekja til þriggja
meginþátta, þ.e.: