Ráðunautafundur - 15.02.1999, Side 300
292
Einkunnarskalinn er hafður frá 0 til 10 og eftir því sem einkunn svæðisins er hærri því lalcari
er staða svæðisins. Til aðgreiningar á atvinnuþróunarsvæðum eru síðan eftirfarandi viðmið:
Heildareinkunn
Atvinnuþróunarsvæði I >6,5
Atvinnuþróunarsvæði II >5,0 og <6,5
Atvinnuþróunarsvæði III <5,0
Niðurstöður þessarar frumflokkunar eru eítirfarandi í heildina séð:
Atv.b.svæði I Atv.b.svæði II Atv.b.svæði III
Dreifbýli 3.989 3.128 8.326
Dreifbýli - þéttbýli 1.515 2.778 3.259
Þéttbýli 9.889 10.839 63.966
Sanrtals 15.393 16.745 75.551
Hlutfall mannfjöldans 5,7% 6,2% 27,8%
Mikilvægt er að reglulega sé fylgst með breytingum viðmiðunarþátta, jafnframt sem
tekið er tillit til annarra þátta sem vega sérstaklega þungt íyrir viðkomandi svæði, t.d. ef
tekjur sveitarfélags pr. íbúa eru lágar og/eða mikil tekjulækkun hefúr orðið í kjölfar íbúa-
fækkunar, framhaldsskólamál, húshitunarkostnaður, verslunaraðstæður, samgöngumál o.fl.
BREYTTAR ÁITERSLUR í LEIÐBEININGASTARFI ■
Hagfræði- og rekstrarlegar leiðbeiningar til bænda á grundvelli bókhalds þeirra eru í lág-
marki. Nú halda um 750 bændur sitt eigið tölvubókhald og auk þess sinna bókhaldsskrifstofur
búnaðarsambandanna um 500 bændum. Segja má að nákvæm bókhaldsgögn um afkomu bú-
anna séu því til hjá a.m.k. 1.000 bændum. Viðlíka útbreiðsla tölvubókhalds í bændastétt er
einstök og ber að þakka það ágætu kerfi frá upphafi, öflugu námskeiðahaldi, og jákvæðri að-
komu búnaðarsambanda. Áherslur í leiðbeiningarstarfi búnaðarsambandanna hafa að stærst-
um hluta verið faglegar leiðbeiningar um búfjárrækt og jarðrækt, en aðeins að litlu leyti snúist
um fjármálalega stjórnun. Bóklialdsþjónustan hefúr í flestum tilvikum miðað við ffágang
landbúnaðarframtals og skattskýrslu. Mikii ástæða er til að hér verði gerð breyting á og að
leiðbeiningastarf taki í æ ríkara mæli mið af hagfræði, rekstri og tjármálastjórn og þá á grunni
bókhaldsins. Brýnt er að bókhaldsforritið Búbót verði þróað áfram, þannig að því tengist
verkfæri er nýtist í þessurn tilgangi. Oskandi er að fyrirhugað fagráð í hagfræði verði leiðandi
afl í þessu mikilvæga máli og tryggi þeim fjölda bænda sem nú hagnýta sér forritið verkfæri
til rekstrargreiningar og áætlanagerðar. Atvinnuráðgjafar atvinnuþróunarfélaganna eru í sam-
bærilegri stöðu og þvi ástæða til að kanna hvort ekki geti á þeirn vettvangi hafist samvinna til
átaks í hagfræðileiðbeiningum. Það sama gæti átt við urn fleiri þætti starfsemi búnaðarsam-
banda og atvinnuþróunarfélaga, eins og t.d. um verkefnastjórnunarkerfi, skjalavörslu o.fl.