Ráðunautafundur - 15.02.1999, Blaðsíða 303
geti haft áhrif á mögulegt framleiðslumagn með kaupum og sölu á greiðslumarki eins og
heimilt hefur verið frá árinu 1992.
Ef þörf er á að auka framleiðslumagn til að ná ofangreindu markmiði eru einkum tveir
kostir í stöðunni. Amrars vegar að stækka bústofn þ.e. að fjölga mjóikurkúm til að auka frarn-
leiðslumagn og hins vegar að auka afköst, þ.e. að auka nythæð mjólkurkúa með aukinni
fóðurgjöf (tegund, magn og/eða gæði). Hvor ieiðin er valin fer eftir aðstæðum hjá hverjum
framleiðanda, en báðar hafa aukinn kostnað í för með sér. Bústofnsaukning leiðir til fleiri
vinnustunda og aukins launalíostnaðar og getur einnig haft í för með sér þörf á fjárfestingu í
fasteignum sem eykur fastan kostnað. Aðgerðir til að auka afkastagetu aulca fóðurkostnað og
kalla jafnvel á kaup á afkastameiri tækjum og búnaði til fóðuröflunar.
Ef framleiðsluaukning leiðir til minni meðalkostnaðar afurða þá er það vísbending um að
afkastageta sé vannýtt. Við litla framleiðslu er meðalkostnaður hár vegna þess að fastur með-
alkostnaður dreifist á fáar einingar, en þegar framleiðslan eykst dreifist fasti kostnaðurinn á
fleiri einingar og meðalkostnaðurinn mimrkar. Eftir að lágmarki meðalkostnaðar er náð geta
skapast þær aðstæður að meðalkostnaður fari aftur vaxandi með stæklcandi búi og meiri fram-
leiðslu. Astæða þess er að viðbótareiningarkostnaður (jaðarkostnaður) eykst við tiltekið fram-
leiðslumagn sem verður til þess að meðalkostnaður eykst. Orsök þessa er m.a. sú að erfitt
getur reynst að samræma alla þætti í rekstri búsins sem þá er orðið mjög stórt. Við slíkar að-
stæður er eklci einhlítt að aukning fastafjármuna og/eða afkastagetu leiði til þess að framleitt
sé við þau skilyrði að meðalkostnaður sé í lágmarki. Það getur allt eins verið við minna fram-
leiðslumagn, allt eftir hegðun kostnaðar við framleiðsluaulvningu hjá einstökum framieiðanda.
UM FJÖLGUN MJÓLKURKÚA, FRAMLEGÐ OG NYTHÆÐ
Til að meta kostnaðarfall hjá sérhæfðum kúabúum er stuðst við búreilcningasafn Hagþjónustu
landbúnaðarins fyrir árið 1997. Notaðar eru upplýsingar úr búreikningum hjá 103 kúabúum
sem hafa yfir 90% búgreinatekna af mjólkurkúm og færri en 30 vetrarfóðraðar kindur. Er það
gert í þeim tilgangi að lágmarka vægi annarra búgreina. Nauðsynlegt var að skilgreina vinnu-
framlag á búunurn, þar sem reilcnuð laun eigenda gefa elclci raunlræfa mynd af heildarlauna-
kostnaði þeirra. Af þeim sökum er lagt mat á þróun launalcostnaðar út frá upplýsingum úr
vinnuskýrslum lcúabúa á árinu 1982.2 Notast er eingöngu við vinnu í fjósi og er gert ráð fyrir
að annar launakostnaður komi fram í öðrum kostnaðarliðum.
A 1. mynd er sýnt samband vinnustundaQölda og fjölda mjólkurlcúa samkvæmt vinnu-
slcýrslum frá 121 kúabúi árið 1982.
Sjá má á 1. mynd að vinnustundaíjöldinn hefur tilhneigingu til að vaxa með minnkandi
jaðaráhrifum. Sömu áhrifa gætir í fyrri rannsóknum sem gerðar hafa verið á áhrifum kúa-
Ijölda (kúgilda) á vinnumagn.J Eftir því sem mjólkurlcúm fjölgar hefur hver viðbótar mjólkur-
lcú sífellt minni aukningu á heildarvinnustundafjölda. Samkvæmt þessari vísbendingu var
metið eftirfarandi veldisfall út frá ofangreindum mælingum með aðferðum minnstu kvaðrata.
(1) L = a*Mb •e11
þar sem; L er vinnustundafjöldi á ári, e=2,718..., þ.e. grunnur náttúrulegs lógaritma (ln), a og
b eru fastar, M er fjöldi mjóllcurkúa og u er slembistærð.
Telcinn var lógaritmi af jöfnu (1) í þeim tilgangi að meta með aðhvarfsgreiningu samband
vinnustunda og tjölda mjólkurkúa á línulegu formi eins og fram lcemur í jöfnu 2.
2 Gögn um vinnustundir eru iengin frá Bændasamtökum íslands.
■’ Sjá'úrskýrslu Búreikningastofu landbúnaöarins 1978, 1977, 1975, 1974, 1973. 1972, 1971, 1970, 1969, 1968 og Handbók
Ráöunautafundar 1978. Ketill Hannesson, bls. 46.