Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 313
305
sér bendir ekkert til þess að breyting sé að verða eða verði þar á. Hins vegar er líklegt að inn-
heimta tjármagnsins kunni að breytast enn frekar en varð með gildistöku laga um búnaðar-
gjald þann 1. janúar 1998. Þarna er átt við þá staðreynd að kröfur um upptöku þjónustugjalda
í stað búnaðargjalds verða æ háværari. Jafnframt verður að taka mið af breytingu á ijárhags-
legu umhverfi annarrar skyldrar starfsemi, t.d. með tilkomu nýrra dýralæknalaga. Sú staða
sem þannig kemur upp mun knýja á um þjónustugjöld til þess að jafna aðstöðumun og koma á
virkri samkeppni.
Þjónustugjöld
En hvað þýðir það í reynd að taka upp þjónustugjöld? í eðli sínu er ekki um breytingu að
ræða. Bændur rnyndu sem fyrr kosta þann hluta þjónustunnar sem ijármagnaður hefur verið
með búnaðargjaldinu. Hins vegar yrði um útselda vinnu að ræða, þannig að í stað þess að
leggja veltuskatt á alla búvöruframleiðendur myndu notendur þjónustunnar greiða fyrir afnot
hennar. Þetta atriði eitt og sér breytir mjög miklu, því ekki verður séð að hægt sé að fjár-
magna þann hluta starfsemi búnaðarsambandanna er lýtur að félagslegum málefnum bænda
með þjónustugjöldum. Þá er og óvíst að ráðgjafaþjónusta, sem selur sína þjónustu og á um
leið í samkeppni við aðra ráðgjöf, geti í reynd lotið stjóm bænda, þ.e. þeirra sem kaupa
þjónustuna. Eðlilegt starfsumhverfi slílcrar þjónustu er að eftirspum eítir ráðgjöf ráði fram-
boði hennar hverju sinni. Fyrirtæki sem selja þjónustu á samkeppnismarkaði verða að geta
hraðað ákvörðunum mun meira en fulltrúalýðræðið býður upp á. Það er því líklegt að breyta
þyrfti rekstrarformi landbúnaðarráðgjafar (búnaðarsambanda) ef til þjónustugjalda kæmi.
Þjónustugjöid koma til með að leggja auknar kröfúr á landbúnaðarráðgjöfma á þann hátt
að notendurnir verða kröfuharðari. Um leið mun skilvirkni þessarar starfsemi aukast. Menn
meta alltaf meira þá þjónustu sem þeir greiða fyrir með jafn augljósum hætti og með þjón-
ustugjöldum.
Opinbertfé
Opinberu fé verður væntanlega varið áfram til ráðgjafar í landbúnaði ef verkefni haldast þau
sömu og áður. Búnaðarsamböndin hafa lagalegar skyldur varðandi fóðureftirlit, beitarmál og
dýrahald svo eitthvað sé nefnt. Þá nýtur hinn almenni borgari góðs af ráðgjöf til bænda, því
að hann fær betri og ódýrari vöru vegna aukinnar hagkvæmni í framleiðslu. Þannig er réttlæt-
anlegt að verja opinberu fé til leiðbeininga. Hvernig því opinbera fé er varið hlýtur að vera
ákvörðun sem tekur mið af aðstæðum á hverjum tíma. Það þarf eldd endilega að vera bundið
við ákveðinn fjölda stöðugilda, heldur væri smá saman farið í að gera þjónustusamninga um
skilgreind verkefni.
NOTENDUR RÁÐGJAFAR
Hér á undan var minnst á notendur ráðgjafar. Það er grundvallaratriði að við gerum okkur
grein fyrir hverjir það eru sem notfæra sér ráðgjöf og hverjir elcki, ekki síst ef við ætlum að
selja þær. Notendahópurinn er breiður; á ólíkum aldri, með ólík viðhorf, í mismunandi búskap
og með misstór bú. Þá er ekki hægt að horfa fram hjá því að veruleg eftirspurn getur verið
eftir ráðgjöf hjá fólki sem heldur húsdýr í tómstundum.
Bændur senr komnir eru af léttasta slceiði huga eðlilega að starfslokum sínum 'og leita
gjarnan eftir ráðgjöf er tengist skattamálum, kynslóðaskiptum eða jarðarsölu. Hér er land-
búnaðarráðgjöfm illa í stakk búin tii þess að veita mönnum úrlausn sinna mála. Benda má á
að víða erlendis eru lögfræðingar starfandi við ráðgjafamiðstöðvar og sinna samningagerð og
lögfræðilegri ráðgjöf. Veruleg eftirspum er eftir slíkri ráðgjöf hérlendis, það þeldcja undir-
ritaðir úr starfi sínu.