Ráðunautafundur - 15.02.1999, Page 315
307
verður að breyta uppbyggingu Bændasamtaka íslands. Skilja verður ráðgjafaþáttinn frá ann-
arri starfsemi, samhliða því að Bændasamtökin verði regnhlífarsamtök einstakra búgreina
með harða kjarabaráttu sem meginviðfangsefni. Nú fer alltof mikill tími í umsagnir um hin
ýmsu mál og daglegt amstur hjá Bændasamtökum Islands á kostnað stjómunar og þróunar
ráðgjafaþáttarins.
Hraða verður og auka upplýsingaflæðið frá gagnagrunnum landbúnaðarins til ráðgjafa-
miðstöðvanna. Það er táknrænt fyrir innri skilvirkni landbúnaðarráðgjafarinnar að oft á tíðum
er Bændablaðið sá vettvangur sem ráðunautar fá fyrstu fréttir varðandi málefni landbúnaðar-
ins. í þessurn efnunt getum við litið til frænda vorra, Dana, sem hagnýta sér Veraldarvefinn til
þess að miðla upplýsingum frá höfúðstöðvunum (Landskontoret) út til búnaðarsambandanna.
Búnaðarsamband Suðurlands hefur þegar komið sér upp heimasíðu til þess að fylgjast með á
þessu sviði. Það er ljóst að tölvueign bænda fer vaxandi og þetta er einhver ódýrasta upp-
lýsingamiðlun sem þekkist. Með tölvuvæðingu getum við miðlað upplýsingum með áður
óþekktum hraða, auk þess sem fjarlægðir verða afstæðar og skipta harla litlu. Það er mikil-
vægt í strjálbýlu iandi. Við megum þó ekki falla í þá gryfju að allir séu að gera það sama á
sama tíma.
I mjög sérhæfðum greinum, eins og t.d. bútækni, er fráleitt að hvert og eitt búnaðarsam-
band eða ráðgjafamiðstöð hafi á sínum snærum bútækniráðgjafa. Þessa þjónustu eiga ráð-
gjafamiðstöðvarnar að kaupa frá t.d. Bútæknideild sem sinna ætti bæði ráðgjöf og þróunar-
vinnu á sínu sviði. Önnur fög sem fella má undir sama hatt eru t.d. loðdýrarækt, svínarækt,
alifuglarækt, þar sem umfang greinanna er of lítið í hverju og einu héraði til þess að hafa ráð-
gjafa á annan hátt en á landsvísu. Við verðum að hafa í huga að tækni eins og gagnvirkt sjón-
varp (fjarfundatækni) heftir gjörbreytt aðstöðu okkar hvað þetta varðar á undanförnum árum.
Með þessu móti tengjum við saman rannsóknir, þróunarvinnu og ráðgjöf á virkari hátt en
nokkru sinni fyrr. Jafnframt eru þar með opnaðir miklir möguleikar fyrir fólk i dreifbýli sem
vill afla sér rneiri grunn- eða viðbótarþekldngar í þeirri starfsgrein sem það stundar. Dæmi um
þetta eru góð viðbrögð fólks við fjamámi Bændaskólans á Hvanneyri.
Að okkar mati þarf að stokka upp núverandi stofnanakerfi landbúnaðarins til að takast á
við breytta tækni, aulcna sérhæfingu og stækkun búa. I stað margra lítilla stofnana, þar sem
viðvarandi fjársvelti virðist draga úr þeim allan mátt til nýsköpunar, verði sett á stofn
þróunar- og kennslustofnun fyrir landbúnaðimi. Hún yfirtæki að verulegu leyti þá starfsemi
sem unnin er á landsvísu fyrir landbúnaðinn varðandi rannsólaiir, ráðgjöf og kennslu.
Upplýsingamiðlun í landbúnaði
HVAÐ GÆTI VERIÐ FRAMUNDAN ÚTI í HÉRUÐUNUM?
Framkvæmd búnaðarlaganna mun breyta all nokltru um starfsemi landbúnaðarráðgjafar úti í
héruðum á næstunni. Skráningarvinna mun aukast sem og mat á lifandi búfénaði. Þetta þýðir