Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Side 4
3
Ritið 1/2017, bls. 3–8
Úr dulardjúpum menningarinnar
„Einkenni samtímans er, að reglubundnum skilningi fer fram, en forneskj-
an þokar.“1 Þannig kemst félagsfræðingurinn Max Weber að orði í þekktri
ritgerð um „starf fræðimannsins“ frá árinu 1919. Sú mynd af rökvæðingar-
ferli nútímans sem hér er brugðið upp og liggur frá goðsögnum, átrún-
aði og hindurvitnum til upplýsingar og vísindahyggju er í meginatriðum
kunnugleg, en vert er að staldra við setninguna sem fylgir beint á eftir hjá
Weber: „Þessu fylgja þau sköp, að hið æðsta og göfugasta fær ekki þrifizt
á almannaleið, heldur á það sér nú skjól hjá einstaklingum, annað hvort í
bróðurhug manna á milli eða í dularreynslu, sem ekki er af þessum heimi“.2
Hér glittir í þá díalektík sem setur mark sitt á menningu nútímans: ferli
rökvæðingar og afhelgunar leiðir ekki til þess að eldri hugmyndir gufi upp
eða hverfi. Öllu heldur má segja að skynsemishyggja nútímans beinlínis
kalli á gagnviðbrögð og þannig taki fornar trúarhugmyndir og andlegir
straumar á sig nýjar myndir, finni sér annan farveg. Lýsing Webers dregur
ekki aðeins fram hvernig vettvangur hins dulræna á undir högg að sækja,
heldur einnig hvernig útskúfun hins andlega getur léð straumum þess
gildi innan hópa og hreyfinga sem taka gagnrýna afstöðu til menningar
nútímans og leitast við að varðveita rótgróin gildi sem hún ógnar. Þetta
varpar ljósi á þá þverstæðu að tímabilið þegar Weber vann að kenningu
sinni um afhelgun nútímans var einn helsti blómatími dulspekihreyfinga á
Vesturlöndum, nægir þar að nefna hreyfingar eins og guðspeki, spíritisma
og sálarrannsóknir sem voru fyrirferðarmiklar í evrópsku menningarlífi í
upphafi tuttugustu aldar.
Oft fer furðulega lítið fyrir þætti dulrænna strauma í umfjöllun fræði-
manna um menningu nútímans og er ein meginástæðan án efa sú að „sjálf
1 Max Weber, „Starf fræðimannsins“, Mennt og máttur, þýð. Helgi Skúli Kjartansson,
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1996, bls. 69–115, hér bls. 113.
2 Sama rit, bls. 113.