Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Page 7
6
þeirra, en tengslin við spíritisma, guðspeki eða aðra dulspekistrauma hafa
þveröfuga virkni og virðast einna helst til þess fallin að níða af mönnum
skóinn – verk hafa m.ö.o. gildi vegna þess að þar er tekist á við hugmyndir
Nietzsches, Marx eða Freuds, en þau eru tvíbent eða vafasöm ef þar er
unnið með dulspekilegar hugmyndir eða hafa í besta falli gildi þrátt fyrir
slík tengsl.
Við þetta bætist að í hefðbundinni háskólamenntun er lítil áhersla lögð
á hugmyndaheim dulspekinnar og segja má að frá og með upplýsingu
hafi hún í vissum skilningi verið „heimilislaus innan akademíunnar“.9 Sem
fræðimenn höfum við því takmarkaða þekkingu á sögu og lykilverkum dul-
spekinnar og við erum á margan hátt illa í stakk búin að takast á við hug-
myndaheim hennar. Valkostirnir felast í því að: a) skilgreina þessa strauma
út af rannsóknarsviðinu; b) gangast við tilvist þeirra en víkja þeim til hliðar
sem sögulegu hismi; c) ganga til verks og reyna að ná áttum í þessum fram-
andi hugmyndaheimi. Greinarnar sem hér birtast eiga það sameiginlegt að
þar er þriðja leiðin valin. Markmiðið er ekki aðeins að draga fram mikil-
vægi þessara strauma, heldur einnig að leita leiða til að skilja þá og setja
í samhengi. Straumarnir eru vitaskuld fjölbreytilegir og „dulspeki“ er hér
notað sem jafngildi hugtaksins „esóterík“ á erlendum málum, sem á síð-
ustu árum hefur fest sig í sessi sem einskonar regnhlífarhugtak yfir þessa
ólíku strauma dulrænnar og óhefðbundinnar þekkingarleitar. Greinarnar
fjalla um birtingarmyndir dulspeki frá upphafi tuttugustu aldar til sam-
tímans, þótt umfjöllunin teygi sig vitaskuld aftur til eldri hefða sem gegna
lykilhlutverki í sjálfsmynd ólíkra dulspekihreyfinga nútímans. Þegar horft
er til tímabils nútímans blasir við að þekking dulspekinnar er ekki aðeins
arfleifð fortíðar, heldur reynist hún samofin jafnt nýrri vísindaþekkingu og
straumum nútímabókmennta og -lista.
Tvær þemagreinanna eru helgaðar því gróskumikla tímabili í upphafi
tuttugustu aldar þegar íslensk nútímamenning er í mótun, en þetta er
jafnframt það tímabil þegar dulspekihugmyndir eru einna miðlægastar
hér á landi. Fyrstu áratugir tuttugustu aldar voru blómatími dulspeki-
hreyfinga hér á landi, hreyfingar og samtök á borð við Guðspekifélagið,
Sálarrannsóknafélagið og Tilraunafélagið gegndu veigamiklu hlutverki í
menningarumræðum og dulspekin var snar þáttur í hugmyndaheimi hinn-
9 Wouter J. Hanegraaff, Western Esotericism, bls. 2.
BENEDiKT HJARTARSON