Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Side 10
9
Bergljót Soffía Kristjánsdóttir
„að predika dýraverndun
fyrir soltnum hýenum“
Þættir um lífsspeki Þórbergs Þórðarsonar
„Hvernig fer maður hér eftir að lifa í landi, þar sem allir hugsa eins og lélegt
dagblað og engum dettur í hug, að draugur geti gert almættisverk?“ spyr
Þórbergur Þórðarson árið 1948 þegar vinur hans, séra Árni Þórarinsson,
er allur.1 Hláturinn krimtir auðvitað í manni andspænis þessum orðum
og maður getur skemmt sér við að ímynda sér svipinn á ýmsum lesend-
um þeirra þegar þau birtust fyrst á prenti: sómakærum blaðamönnum,
staðreyndasinnuðum raunvísindamönnum, róttæklingum hneigðum til
efnishyggju og húmorslausum rétttrúuðum klerkum. En þetta eru áleitin
orð og áleitni þeirra ræðst ekki bara af húmor heldur líka af markvissri
uppreisninni sem í þeim felst gegn viðtekinni hugsun og valdinu sem
mótar hana. Og það er einmitt sú uppreisn sem mig langar að gera hér
að umræðuefni enda tel ég hana skipta nokkru vilji maður gera verkum
Þórbergs skil og hafa að minnsta kosti annað augað á fagurfræði.2
Ég ætla einkum að huga hér að lífsafstöðu Þórbergs, ekki síst hug-
myndum hans um framhaldslíf og upplýsingu sem menn afla sér með innri
reynslu eða dulrænum hætti, þ.e. því sem kallað hefur verið gnósis.3 Ég
1 Þórbergur Þórðarson, „Að ævilokum“, Ævisaga séra Árna Þórarinssonar, 3. bindi,
3. útgáfa, Reykjavík: Mál og menning, 1999, bls. 396.
2 Ég fer að dæmi Johns J. Joughin og Simons Malpas og lít svo á „að fagurfræði [sé]
fræðilega umræðan sem reynir að skilja hið bókmenntalega“. Enda þótt skilgreiningin
kalli á frekari blæbrigðaríka úrvinnslu, eins og þeir félagar gera sér ljóst, dugar hún
mér hér. Sjá John J. Joughin og Simon Malpas, „The New Aestheticism. An intro-
duction“, The New Aestheticism, ritstj. John J. Joughin og Simon Malpas, Manchester
og New York: Manchester University Press, 2003, bls. 1–19, hér bls. 2.
3 Sjá t.d. Wouter J. Hanegraaff, „The Study of Western Esotericism. New Ap-
proaches to Christian and Secular Culture“, New Approaches to the Study of Religion,
1. bindi: Regional, Critical, and Historical Approaches, ritstj. Peter Antes, Armin W.
Geertz og Randi R. Warne, Berlín og New York: De Gruyter, 2004, bls. 489–519,
hér bls. 492.
Ritið 1/2017, bls. 9–52