Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 11
10
hyggst velta fyrir mér hverju hún skipti í starfi skáldsins og hver áhrif
hennar voru á verk hans en á pólitískar skoðanir hans drep ég þó einnig.4
Ég beini sjónum ekki síst að menningarsamhengi tímanna sem ætla má að
hafi frekast mótað hann, þ.e. síðustu áratuga nítjándu aldar og hinna fyrstu
á tuttugustu öld. Þórbergur kynntist guðspeki árið 1917 og tók þá næstu
ár að tileinka sér hana af áfergju.5 En hann sökkti sér líka niður í indversk
fræði, spíritisma og jóga. Guðspekin varð þó að hans eigin sögn helsta
forsenda stjórnmálaskoðana hans og allt til æviloka voru hugmyndir hans
um mann og guðdóm – blanda af vestrænum og austrænum hugmynd-
um – samofnar pólitískri hugsun hans í ýmsum tilbrigðum.6 Við skoðanir
og vinnubrögð ýmissa þeirra sem aðhylltust guðspeki og spíritisma hafði
Þórbergur aftur á móti sitthvað að athuga, eins og víða kemur fram.7
Fyrir mér vakir ekki síst að leiða að því rök að séu verk Þórbergs skoðuð
með hliðsjón af gnósis blasi þau við í öðru samhengi og þar með öðru ljósi
en fyrr.8 Í upphafi fjalla ég stuttlega um afstöðu hans til þekkingaröflunar
4 Eins og guðspekingum yfirleitt hugnaðist Þórbergi ekki að lífsspeki hans væri tengd
trú og kvaðst sjálfur aldrei hafa verið „trúaður“, sjá t.d. Matthías Johannessen, Í
kompaníi við allífið, 2. prentun, Í kompaníi við Þórberg, Reykjavík: Almenna bóka-
félagið, 1989, bls. 128. Þórbergur fer m.a. þeim orðum um guðspekina að hún sé
„heimspeki, bæði gömul og ný“, sjá Þórbergur Þórðarson, „Bréf til jafnaðarmanns“,
Iðunn 4/1928, bls. 370–392, hér bls. 389.
5 Um þetta efni hefur Þórbergur sjálfur skrifað t.d. í Endurfæðingarkróníku sinni,
sjá Stefán Einarsson, Þórbergur Þórðarson – fræðimaður – spámaður – skáld, fimm-
tugur, 1889 – 12. marz – 1939, Reykjavík: Heimskringla, 1939, bls. 8–9. Sjá einnig
Þórbergur Þórðarson, Meistarar og lærisveinar eftir stóra ævisögulega handritinu, Arn-
grímur Vídalín gaf út, formáli eftir Soffíu Auði Birgisdóttur, Reykjavík: Forlagið
2010, bls. 64–80.
6 Til vitnis um það má t.d. hafa „Opið bréf til Kristins Andréssonar“, Tímarit Máls
og menningar 3–4/1970, bls. 195–205.
7 Sjá t.d., Þórbergur Þórðarson, Bréf til Láru frá Þórbergi Þórðarsyni, með nýjum
atómpistli til Kristins, Reykjavík: Mál og menning, 1950, bls. 46–55 og 84–86;
Þórbergur Þórðarson, „Heimspeki eymdarinnar“, Réttur 2/1927, bls. 149–175;
Þórbergur Þórðarson, Meistarar og lærisveinar, bls. 67–68.
8 Um afstöðu Þórbergs til guðspeki, jóga, spíritisma og dulrænnar reynslu hafa ýmsir
skrifað, sjá t.d. Árni Hallgrímsson, „Sundurlaust rabb um Þórberg Þórðarson“,
Helgafell 3/1954, bls. 21–38, hér bls. 24, 29–30 og 32; Árni Bergmann, „Helgar-
pistill. Kommúnisminn, spíritisminn og guðspekin. Nokkur orð um hugmyndaheim
Þórbergs Þórðarsonar“, Nýtt helgarblað, 17. mars 1989, bls. 24; Pétur Pétursson,
„Fæðing höfundar. Guðspekin og Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson“, að skilja
undraljós. Greinar um Þórberg Þórðarson, verk hans og hugðarefni, ritstj. Bergljót Soffía
Kristjánsdóttir og Hjalti Snær Ægisson, Reykjavík: Bókmennta- og listfræðastofn-
un Háskóla Íslands og Háskólaútgáfan, 2010, bls. 165–187; Halldór Guðmundsson,
Skáldalíf. Ofvitinn úr Suðursveit og skáldið á Skriðuklaustri, Reykjavík: JPV, 2006,
BERGLJÓT SOFFÍA KRiSTJÁNSDÓTTiR