Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Side 13
12
um hvort hann hafi verið að andæfa þeim vísindahugmyndum sem hæst
bar enda þótt ótvírætt sé að hann hafi risið öndverður gegn kapítalism-
anum.10 Þórbergur tileinkaði sér reyndar á sinni tíð aðra upprunasögu en
þá sem varð ofan á eftir að Einstein öðlaðist frægð fyrir hina takmörkuðu
afstæðiskenningu sína. En það gerðist ekki fyrr en árið 1919 og þar má líka
setja niður fráhvarf vísindamanna frá þeim eðlisfræðihugmyndum nítjándu
aldar um ljósvakann sem guðspekingar lögðu mikið upp úr.11 En einmitt
það ár segir Þórbergur í greininni „Ljósi úr austri“:
Þekking og lífsgleði eru hvorki hjá páfanum í Róm né í síldartunn-
um á Siglufirði. Þær eru hvergi nema í sjálfum þér. Ef þú ferð á mis
við þær þar, ertu þræll þess, sem sýnist vera, en hefir eigi fest auga á
því sem er. Fólk þekkir ekki lífslindirnar, sem streyma innan í því og
umhverfis það og öllum stendur þó til boða að komast til viðurkenn-
ingar á, er þeir hafa lært að setja sannleiksþrána skör hærra en sjálfs-
blekkinguna. Vér erum flæktir í blekkingu hins ytra forms og velkj-
umst sem reiðalaust rekald fyrir vindum vorra eigin skynvillna, fullir
af allskonar þrám og girndum, sem vér fáum aldrei fullnægt […].
Svonefnd „hagspeki“ vorra tíma hefir myndast við að gera uppreist
10 Menn túlka stöðu guðspekinnar andspænis vísindunum á fyrstu áratugum tuttug-
ustu aldar á ólíkan hátt og draga fram mismunandi atriði. Þannig nefnir Jeff Hughes
að hún hafi verið hvorttveggja í senn umdeild og í tísku meðal menntamanna á
fyrstu árum tuttugustu aldar, sjá „Occultism and the Atom. The Curious Story of
isotopes“, Physics World 9/2003, bls. 31–35, hér bls. 31. Á ensku segir „intellectually
both controversial and fashionable in the early years of the 20th century“. Geoffrey
Samuel og Jay Johnston segja aftur á móti að guðspekin hafi aldrei verið þáttur
í „þunga“ (e. mainstream) vestrænnar fræðihugsunar þó að margir menntamenn
hafi aðhyllst hana, sjá, „General introduction“, Religion and the Subtle Body in Asia
and the West. Between Mind and Body. London og New York: Routledge, 2013,
bls. 1–9, hér bls. 2. Egil Asprem telur svo að gleggri skilningur á vísindum um
aldamótin 1900 leiði í ljós að margt af dulspekikenningum sem talið hefur verið
hafa jaðarstöðu, reynist hafa verið fjær jaðrinum en gert hefur verið ráð fyrir, sjá
„Pondering imponderables. Occultism in the Mirror of Late Classical Physics“,
Aries 2/2011, bls. 129–165, hér bls. 132.
11 Sbr. Linda Dalrymple Henderson, „Modernism and Science“, Modernism, ritstj.
Ástráður Eysteinsson og Vivian Liska, Amsterdam og Fíladelfía: John Benjamins,
2007, bls. 383–404, hér bls. 383. Tekið skal fram að guðspekingar reyndu líka að
samþætta hugmyndir sínar afstæðiskenningum og eitt fyrsta verkið af þeim toga
var Studies in Occult Chemistry and Physics eftir stjörnufræðinginn G.E. Sutcliffe
sem kom út 1923, sbr. Egil Asprem, „Theosophical Attitudes towards Science. Past
and Present“, Handbook of the Theosophical Current, ritstj. Olav Hammer og Mikael
Rothstein, Leiden og Boston: Brill, 2013, bls. 405–427, hér bls. 415.
BERGLJÓT SOFFÍA KRiSTJÁNSDÓTTiR