Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 14
13
gegn lögmálunum. Hún hefir haft endaskifti á verðmæti hlutanna,
flækt sig í aukaatriðunum, forminu, gert meðalið að marki, sjálfs-
blekkinguna að veruleika, snúið lyginni í sannleika, eins og jafnan á
sér stað, er eigingjarn þekkingarskortur nær að kaffæra sanna þekk-
ingu og réttláta breytni.12
Þessi orð eru glöggur vitnisburður um viðhorf sem settu svip sinn á verk
margra vestrænna skálda og listamanna í þversögnum áratuganna kringum
aldamótin 1900. Andspænis samfélagi sem var að taka örum stakkaskipt-
um; andspænis vinnuþrælkun og misskiptingu auðs; andspænis nýjum
vísindauppgötvunum og nýjum tjáningarmiðlum, fjöldaframleiðslu og
ofgnótt hluta og þekkingar sem fylgdi annarri iðnbyltingunni svokölluðu,
svo ekki sé talað um andspænis kristinni kennisetningu, sem virtist riða til
falls, tefldu þau meðal annars sjálfsvitund og reynslu sinni af skiptum við
umhverfið, leituðu til fjarlægra trúarbragða; settu fram nýjar hugmyndir
um sjálf og sjálfsverund (e. subjectivity) og nýja fagurfræði.13 indversk speki,
jóga, búddismi úr ýmsum áttum, guðspeki, sem tengdist snemma sósíal-
isma og kvenréttindabaráttu nítjándu aldar,14 og seinna mannspekin eða
antrópósófían höfðu þá ekki lítil áhrif á fagurfræðina. Það nægir að minna
á Hilmu af Klint, Vasilíj Kandinskíj, William Butler Yeats, Andrej Belýj,
T.S. Eliot og Cyril Scott. Þetta fólk vann hvert á sinn hátt úr austrænu og
vestrænu uppsprettunum sem það sótti til rétt eins og Þórbergur.15 Eins
12 Þórbergur Þórðarson, „Ljós úr austri“, Eimreiðin 3/1919, bls. 150–160, hér bls.
157–158.
13 Um almenna afstöðu t.d. módernista til samfélags og umhverfis á þessum tíma, sjá
Roger Griffin, „Series Editor’s Preface“, í: Thomas Linehan, Modernism and British
Socialism, Basingstoke: Palgrave MacMillan, 2012, bls. viii–xiii. Um ofgnótt, aðra
iðnbyltinguna og sjálfsverund, sjá Ronald Schleifer, Modernism and Time. The Logic
of Abundance in Literature, Science, and Culture 1880–1930, Cambridge: Cambridge
University Press, 2000, hér einkum bls. 108–146. Um sjálf og vitund í listum og
módernisma, sjá Bernard Smith, Modernism’s History. A Study in Twentieth-Century
Art and Ideas, New Haven: Yale University Press, 1998, bls. 160–161.
14 Um guðspeki, sósíalisma og femínisma, sjá t.d. Elizabeth C. Miller, „Body, Spirit,
Print. The Radical Autobiographies of Annie Besant and Helen and Olivia Rosse“,
Feminist Studies 2/2009, bls. 243–273. Um guðspeki og femínisma, sjá Siv Ellen
Kraft, „Theosophy, Gender and the „New Woman““, Handbook of the Theosophical
Current, bls. 357–374.
15 Um Hilmu af Klint, sjá grein Tessel M. Bauduin annars staðar í þessu sérhefti Rits-
ins: Tessel M. Bauduin, „Að sjá og sýna hið ósýnilega. Um nútímalist og andleg
verk Hilmu af Klint“, þýð. Eva Dagbjört Óladóttir, Ritið 1/2017, bls. 187–224;
sjá einnig t.d. Anna Maria Bernitz, „Hilma af Klint and the New Art of Seeing“,
A Cultural History of the Avant-Garde in the Nordic Countries 1900–1925, ritstj.
„Að PREDiKA DÝRAVERNDUN FYRiR SOLTNUM HÝENUM“