Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Side 16
15
Guðspekin orkaði á mig eins og absolut sannindi. Þetta var allt svo
rökrétt uppbyggt, svo sláandi sennilegt og í svo fullu samræmi við
vísindin að hvernig sem ég reyndi var mér ókleift að hugsa um til-
veruna öðruvísi. Ég bið lesendur mína að gera mér ekki þær getsakir
að ég hafi gleypt þetta hugsunarlaust. Því fór fjarri. Ég beitti spír-
itismanum og kenningu Darwins sem vísindalegri undirstöðu undir
hin hásigldu fræði guðspekinnar.18
Samtengingu spíritismans og þróunarkenningarinnar sem „vísindalegr-
ar undirstöðu“ hásigldrar guðspekinnar – sem þó er „absolut sannindi“
– má kannski að nokkru hafa til marks um sjálfsíróníu Þórbergs og þá
efahyggju sem hann segir jafnan hafa fylgt sannfæringu sinni.19 En vert er
þó að minnast orða sagnfræðingsins Thomas Laqueur: „Sérhvert tímabil
[…] hefur fundið þörfina fyrir að láta trúarskoðanir sínar koma með ein-
hverjum hætti heim og saman við það besta í lærdómi vísinda og heim-
speki samtímans.“20 Við þau má ýmsu bæta, t.d. að hugmyndir nítjándu
aldar vísindamanna, eins og hugmynd þýska eðlisfræðingsins Hermanns
L.F. Helmholtz um varðveislu orkunnar og fleira, höfðu áhrif á listamenn
löngu eftir að kenning Einsteins var komin fram.21 Þórbergur vitnar oftar
en einu sinni í ljóðlínur Einars Benediktssonar „Ég veit, að allt er af einu
fætt, / og alheimsins líf er ein voldug ætt“ en Einar var undir áhrifum
af hugmyndum Helmholtz.22 Ýmsir vísindamenn á síðari hluta nítjándu
aldar leituðu líka leiða til að sanna með empírískum hætti að andar fram-
liðinna gætu vitjað hinna lifandi. Og svo skemmtilega vill til að einmitt
18 Þórbergur Þórðarson, Meistarar og lærisveinar, bls. 67.
19 Sjá sama rit, bls. 78–79.
20 Sjá Thomas Laqueur, „Why the Margins Matter. Occultism and the Making
of Modernity“, Modern Intellectual History 1/2006, bls. 111–135, hér bls. 119. Á
ensku segir: „Every age […] has felt the need to make its religious beliefs comport
somehow with the best scientific and philosophical learning of its day.“
21 Helmholtz hafði t.d. lengi áhrif á rússneska listamenn, sbr. isabel Wünsche, The
Organic School of the Russian Avant-Garde. Nature’s Creative Principle, Farnham:
Ashgate, 2015, t.d. bls. 16, 45, 104–105 og 115.
22 Um Einar Benediktsson og Helmholtz, sjá Bergljót S. Kristjánsdóttir og Haukur
ingvarsson, „Líkami þinn er rafmagnaður eða Einar Benediktsson og vísindin“,
Engill tímans. Til minningar um Matthías Viðar Sæmundsson, ritstj. Eiríkur Guð-
mundsson og Þröstur Helgason, Reykjavík: Forlagið, 2004, bls. 87–96, hér bls.
89–90. Um tengsl vísinda, sálarrannsókna og dulsálarfræði, m.a. í tengslum við
hugmyndir Helmholtz, hefur Heather Wolffram ritað, sbr. The Stepchildren of
Science. Psychical Research and Parapsychology in Germany, c. 1870–1939, Amsterdam
og New York: Rodopi, 2009.
„Að PREDiKA DÝRAVERNDUN FYRiR SOLTNUM HÝENUM“