Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Side 18
17
öðrum. Hann gerði það bæði í vinahópi og opinberlega. Að auki nýtti hann
eftirhermulistina sem eins konar forvinnu fyrir ýmsar persónulýsingar í
sögum sínum, t.d. á Tryggva svörfuði og Lillu Heggu eins og hann segir
sjálfur frá: Hann fær köst og stekkur uppá stóla eins og Tryggvi eða skríður
slefandi um gólfið eins og Heggan ómálga og reynir að tjá sig með fáein-
um hljóðum.27 Hann leitast með öðrum orðum við að skilja persónurnar
með því að finna til einkenna þeirra eða sannreyna þau í og á eigin kroppi
áður en hann gefur þeim líf í orðum. Aðferð Þórbergs getur leitt hugann
að aðferðum ýmissa listamanna sem voru honum samtíma. En sjálfur notar
hann orðalagið „að stilla upp á senu“ um persónulýsingar sínar og þá er
ekki óeðlilegt að upp rísi þankar um Stanislavskíj, rússneska leikarann,
leikstjórann og leikhússtjórann sem þróaði þá leikaðferð er kölluð hefur
verið áhrifamest í sögu vestræns leikhúss.28 Hugmyndir Stanislavskíjs
og Þórbergs skarast víða. Þekkt er t.d. fullyrðing Stanislavskíjs „að skilja
merkir á munni leikara að finna til“ en hún hefur verið rakin til jógans
Ramacharaka – það er höfundarnafn ameríska lögfræðingsins Williams
Walkers Atkinson – sem sagði: „Sannleikurinn er ekki sannleikur fyrr en
þú hefur sannprófað hann í þinni eigin reynslu.“ 29
Stanislavskíj var, rétt eins og Þórbergur, upptekinn af hugmyndum sem
áttu sér rætur í Austur-Asíu, ekki síst búddisma og jóga, og sótti mikið til
þeirra í leikaðferðinni eða „kerfinu“ sem hann þróaði.30 Báðir þurftu þeir
félagar að kynna sér jóga í þýðingum og þá einatt í framsetningu sem var
27 Sjá Stefán Einarsson, „Tveir miklir íslenskir höfundar sextugir“, Tímarit Þjóðrækn-
isfélags Íslendinga 1/1949, bls. 7–29, hér bls. 23; Þórbergur Þórðarson, Sálmurinn
um blómið, Reykjavík: Mál og menning, 1976, bls. 384–385.
28 Sjá Stefán Einarsson, „Tveir miklir íslenskir höfundar sextugir“, bls. 23; Rose
Whyman, „Preface“, The Stanislavsky System of Acting. Legacy and Influence in Modern
Performance, Cambridge: Cambridge University Press, 2008, bls. ix–xvi, hér bls. x.
29 Sjá Konstantin Stanislavski, An Actor’s Work on a Role, þýð. og ritstj. Jean Benedetti,
London og New York: Routledge, 2010, bls. 100; Yogi Ramacharaka, A Series of Les-
sons in Raja Yoga, Chicago: The Yogi Publications Society, 1936 [1906], bls. 40. Sjá
einnig Sergei Tcherkasski, Stanislavsky and Yoga, New York: Routledge, 2016, bls.
41. Á ensku segir Ramacharaka: „Truth is not truth to you until you have proven
it in your own experience“, en Stanislavskíj „in actors’ speak, to understand means
to feel“.
30 Um áhrif búddisma á Stanislavskíj, sjá t.d. William H. Wegner, „The Creative
Circle. Stanislavski and Yoga“, Educational Theatre Journal 1/1976, bls. 85–89;
Franc Chamberlain, Deborah K. Middleton og Daniel Pla, „Buddhist Mindfulness
and Psychophysical Performance“, University of Huddersfield Repository. Sótt 27.
júlí 2016 af http://eprints.hud.ac.uk/23013/1/Chamberlain_Middleton_Pla.pdf.
„Að PREDiKA DÝRAVERNDUN FYRiR SOLTNUM HÝENUM“