Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Síða 20
19
nánar tiltekið „þroskun ákveðinna eðlisþátta persónuleikans“.35 Starfsrækt
indverjans Svâmi Vivekananda – sem er dulnefni Narendranatha Datta
– þýddi Þórbergur líka en þá með Jóni Thoroddsen; þar eru karma-jóga
gerð sérstök skil, þ.e. fræðunum „um þann eðlisþátt tilverunnar, er sam-
svarar viljanum eða athöfninni“ og kenna mönnum þekkingu á honum.36
Verk Vivekananda og Ramacharaka áttu drjúgan þátt í vinsældum jóga
í Evrópu og Bandaríkjunum í kringum aldamótin 1900. Vivekananda kom
fram á Heimsþingi trúarbragðanna í Chicago 1893 og kynnti þar sína
útleggingu á vedafræðum meistara síns Ramakrishna. Vedafræði voru þá
lítt kunn í Norður-Ameríku en Vivekananda vakti slíka hrifningu að hann
var í Bandaríkjunum á þriðja ár og lagði grunninn að nútímajóga, blöndu
ný-vedafræða og „framsækinnar amerískrar dulhyggju“.37 Ramacharaka
gaf úr fyrstu bók sína árið 1903 en lét ekki þar við sitja heldur samdi
næstu tuttugu árin hverja bókina af annarri. Í hatha-jóga bók sinni fjallar
hann ekki um öll stig þess konar jóga en sækir óspart til raja-jóga bókar
Vivekananda frá 1896 – og reyndar er ekki ósennilegt að Þórbergur geri
það líka.38 En Ramacharaka leitar einnig til annarra verka Vivekananda.
Fyrr var minnst á orð hans um sannleikann sem menn skyldu sannprófa í
eigin reynslu. Þau eru sem úrvinnsla úr orðum Vivekananda í Starfsrækt:
„Þú verður að setja þig á sjónarhæð eplatrésins til þess að dæma það, og
til þess að dæma eikina verðurðu að setja þig á hennar eigin sjónarhæð, og
svo er um oss öll.“39
Eitt af þremur lykilatriðum sem talið er greina nútímajóga frá klass-
ísku jóga er að það geri raja-jóga hærra undir höfði en hatha-jóga – sem
er sjálfsögð forsenda hins fyrrnefnda í klassískum jógafræðum.40 Hina
nýju afstöðu má ekki aðeins sjá í verkum Vivekananda og Ramacharaka
35 Sjá ingimar Jónsson og Þórbergur Þórðarson, „Formáli“, bls. 6.
36 Sjá Svâmi Vivekananda, Starfsrækt = (karma-yoga). Átta fyrirlestrar, þýð. Jón Thor-
oddsen og Þórbergur Þórðarson, Reykjavík: [s.n.], 1926. Tilvitnun, sjá ingimar
Jónsson og Þórbergur Þórðarson, „Formáli“, bls. 6. Nefnt skal að Halldór Kiljan
Laxness skrifar um Vivekananda-þýðinguna og hælir henni en segir þó: „Samt
get jeg ekki neitað því, að Starfsrækt heillar mig enn meir á frummálinu […]“, sjá
,„Bókarfregn“, Lesbók Morgunblaðsins, 9. janúar 1927, bls. 7–8, hér bls. 8.
37 Sjá Elizabeth de Michelis, A History of Modern Yoga, bls. 110.
38 Sbr. Mark Singleton, Yoga Body. The Origins of Modern Posture Practice, Oxford
og New York: Oxford University Press, 2010, bls. 130–131. Sjá einnig Swami
Vivekananda, Raja Yoga, Leeds: Celephaïs Press, 2003. Ástæða er til að nefna að
Hohlenberg vísar líka í Vivekananda, sbr. Yoga og gildi þess fyrir Evrópu, bls. 64.
39 Swâmi Vivekananda, Starfsrækt, bls. 27.
40 Sjá t.d. Sergei Tcherkasski, Stanislavsky and Yoga, bls. 58.
„Að PREDiKA DÝRAVERNDUN FYRiR SOLTNUM HÝENUM“