Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Blaðsíða 21
20
heldur líka guðspekinga eins og Blavatskíj og trúarbragðafræðinga eins
og Müllers.41 Því er ekki nema von að Þórbergur sem stundar hatha-
jóga um hríð árið 1918, kalli það „eigingjarnt hatha jóga“ þegar hann er
orðinn betur að sér í sínum fræðum.42 En af raja-jóga læra bæði hann og
Stanislavskíj að menn verði að byrja á að rækta eigin anda og ná valdi á
honum áður en þeir reyna að „leysa gátu alheimsins“ – eða með orðum
Þórbergs: „Yoga leggur […] megináherzluna á þroskun andans sem stjórn-
anda efnisins“.43
Málið snýst um – svo vísað sé til undirstöðuritsins, raja-jóga bókar
Vivekananda – að alheimurinn er sagður úr tvenns konar efni. Allt, sem
hefur form, hvort sem það er borð, sól eða mannslíkami, er sprottið af því
sem indverjar kalla akasa („Ākāśa“); prana er hins vegar aflið sem kemur
akasa á í alheiminum og hugurinn er „æðsta virkni“ þess.44 Að þekkja prana
og ná tökum á því og missterkum bylgjuhreyfingum sem greina fyrir-
bæri að, gefur mönnum nær algjört vald; hinn fullkomni jógi hefur stjórn
á allri náttúrunni. Hver maður verður að byrja á því sem næst honum
stendur, líkama sínum og hug sem eru bara gára í pranahafinu. En skyn-
semi mannsins eru takmörk sett og því þarf hann að þjálfa hug sinn til að
hefja sig yfir takmörkin og ná sambandi við yfirvitundina svokölluðu (e.
super-consciousness) – en Vivekananda gerði ráð fyrir þrenns konar vitund:
undirvitund, vitund og yfirvitund og Ramacharaka fór að dæmi hans.45
Þegar maðurinn hefur tengst yfirvitundinni með fullkominni einbeitingu,
kemur hann auga á staðreyndir sem skynsemin getur ekki numið og nær
stigi samadhi. Endurskilgreining á prana sem lífsorku er annað atriðið sem
41 Um afstöðu Ramacharaka, sjá t.d. R. Andrew White, „Stanislavsky and Rama-
c haraka“, bls. 83. Um afstöðu Vivekananda, Müllers og Blavatskíj, sjá Mark
Singleton, Yoga Body, bls. 4, 43 og 77.
42 Þórbergur Þórðarson, Meistarar og lærisveinar, bls. 75. Í Bréfi til Láru segir Þór-
bergur hins vegar: „Fyrir sex árum tók ég að iðka yoga. Fyrir iðkun þess hefir mér
tekist að fara vitandi vits úr líkama mínum. Ég hefi orðið margs vís, sem hulið er
líkamsaugum mínum, og séð vítt og vítt of veröld hverja“ (bls. 125).
43 Þórbergur Þórðarson, „Ljós úr austri“, bls. 154. Þórbergur hefur eflaust verið
byrjaður að lesa Vivekananda þegar hann samdi „Ljós úr austri“ – þýðingu hans og
Jóns var lokið 1920 – svo mikill samhljómur er með upphafi Starfsræktar og kafl-
anum um þekkinguna og lífsgleðina í þeirri grein, þó að mér þyki Íslendingurinn
ólíkt skemmtilegri en indverjinn. Um lok þýðingarinnar, sjá Þórbergur Þórðarson,
„Merkileg bók“, Alþýðublaðið, 19. desember 1926, bls. 5.
44 Swami Vivekananda, Raja Yoga, bls. 26–29, hér bls. 29.
45 Sjá sama rit, bls. 16, 29–30 og 61– 63; sjá einnig Ramacharaka, Hatha Yoga, bls. 96,
121–122, 131 og 136.
BERGLJÓT SOFFÍA KRiSTJÁNSDÓTTiR