Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Page 23
22
mætti þá segja að hann hafi – með samþættingu austrænna fræða og sósíal-
isma – gert samlíðunina að einni helstu undirstöðu lífsskoðunar sinnar;
hafi áttað sig á að án hennar fengi hvorki listamaðurinn né samfélagið
þrifist.52
Stanislavskíj fann eftir lestur raja-jóga hvernig hann gæti tengt saman
sköpunarástand og ómeðvitað ástand og þangað sótti hann hugmynd-
ina um hið yfirvitaða „sem uppsprettu inspírasjónar, skapandi innsæis og
handanþekkingar“.53 Þórbergi mun hafa verið líkt farið. Persónulýsingar
hans kalla sem vænta mátti á fleiri aðferðir en eina. Eftirhermuaðferðina
nýtir hann þegar hann er gagnkunnugur fólki og hefur það fyrir augunum
þannig að hann getur beint athyglinni að einkennum þess, stúderað þau,
sundurgreint og tileinkað sér, svo ekki sé talað um að hann getur listað
niður orð úr máli manna eins og í tilviki Lillu Heggu.54 Í Kompaníi við allífið
segir hann frá erfiðleikum sínum við persónulýsingu þar sem slíkar aðferðir
eiga ekki við en austræn fræði verða honum þó til bjargar. Um er að ræða
lýsinguna á Jóni Andréssyni í Íslenskum aðli. Þórbergi segist svo frá:
Nú voru liðin 25 ár frá ég hafði talað við [Jón Andrésson] og hann
hafði ekkert svo sérkennilegt í málfari sínu, að ég gæti munað,
hvernig hann talaði […] Ég fór samt að reyna að spyrja sjálfan mig:
Hvernig talaði nú Jón Andrésson? Þá fór ég að reyna að hætta að
hugsa og gera mig afllausan og tóman í huganum. Og ég var að
þessu við og við í nokkra daga. Loks fór ég að finna, að svona hefði
Jón Andrésson talað.55
Í karma-jóga er gert ráð fyrir að menjar um minningar fyrri gerða og
hugsana lifi ómeðvitað með mönnum.56 Hér má því túlka svo að Þórbergur
lýsi því hvernig hann komist í samband við yfirvitundina og dragi minn-
ingarnar fram. Frásögn hans er ekki ýkja nákvæm en lesa má í mál hans
með hliðsjón af íhugunaræfingunum sem hann segist hafa stundað og til
52 Þórbergur Þórðarson, Bréf til Láru, bls. 46.
53 Sergei Tcherkasski, Stanislavsky and Yoga, bls. 73. Um hið yfirvitaða eða hina æðri
vitund sem „það svið hins ómeðvitaða sem er handan reynslu einstaklingsins og
sameinar hinn staka mörgum“, sjá Sharon Marie Carnicke, Stanislavsky in Focus,
bls. 226.
54 Sjá Matthías Johannessen, Í kompaníi við allífið, bls. 191.
55 Sjá sama rit, bls. 158 (leturbreyting mín).
56 Sjá nánar Harold Coward, Yoga and Psychology. Language, Memory, and Mysticism,
New York: State University of New York Press, 2002, bls. 51.
BERGLJÓT SOFFÍA KRiSTJÁNSDÓTTiR