Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Side 32
31
„Hefir þú nokkurn tíma efast um það […]?“
Hvað ætli Guðmundur Finnbogason hafi rætt um nákvæmlega í tím-
unum þegar hann las The Varieties of Religious Experience með nemendum
sínum? Ætli hann hafi talað sérstaklega um kynni James og Vivekananda
þegar kom að hverri tilvitnuninni af annarri í raja-jóga bók indverjans?91
Ætli hann hafi farið á kaf í indverskar endurholdgunarhugmyndir? Eða
hefur hann kannski sett á tölur um margs konar sjálf hverrar manneskju
og undirstöðuskrif James um þau, þegar kom að umfjöllun bókarinnar
um persónuleikann?92 Slíkar spurningar leita á þegar hugsað er um þræð-
ina sem fléttast saman í lífsskoðun Þórbergs; og öll þau gervi sem hann
bregður sér í eða ætti ég að segja – með tilvísun til Yeats – allar þær grímur
sem hann setur upp á lífsleiðinni; ekki bara þegar hann hermir eftir öðrum
eða setur sig í þeirra spor á blaði, heldur líka þegar hann lýsir sjálfum sér,
jafnt í viðtölum við aðra sem í eigin skrifum. Svör við slíkum spurningum
eru ekki nærtæk en þær geta einar og óstuddar styrkt hugmyndir manns
um tiltekið menningarsamhengi þar sem menn höfðu ekki sama aðgengi
að rituðum heimildum og nú og öfluðu sér því eflaust þekkingar og miðl-
uðu henni í ríkum mæli með samtölum við aðra, eins og Þórbergur hefur
sjálfur lýst.93
Bréf til Láru er fyrsta „stóra“ rit Þórbergs eftir að hann hefur kynnt sér
guðspeki, jóga og skrif sálfræðinganna James og Myers. Þekkingin sem
hann hefur tileinkað sér lýsir þar víða af frásögnum hans af sjálfum sér og
umræðu um eigin einkenni. Því er nærtækt að taka dæmi þaðan og ég ætla
að byrja á 21. kaflanum sem oft er kenndur við upphafsorð sín og kallaður
„Morð, morð!“ Hann snýst sem kunnugt er um lífhræðslu Þórbergs sem
helst í hendur við myrkfælni hans og segir af því er hann sér fyrir sér það
sem hann óttast mest, að hann sé myrtur – og lýsir af stakri nákvæmni því
sem hann upplifir eftir morðið.
Fleiri en einn hafa fjallað um þessa frásögn og hefur hún m.a. verið
discipline upon ourselves, though we may accept one from others. Active virtue as
distinguished from the passive acceptance of a current code is therefore theatrical,
consciously dramatic, the wearing a mask.“
91 Sjá William James, The Varieties of Religious Experience. A Study in Human Nature,
Cambridge Massachusetts: Harvard University Press, 1985 [1902], bls. 318.
92 Sjá William James, The Principles of Psychology, 1. bindi, New York: Averill, 2013
[1890], bls. 188–259.
93 Sjá t.d. Þórbergur Þórðarson, Meistarar og lærisveinar, bls. 65–66.
„Að PREDiKA DÝRAVERNDUN FYRiR SOLTNUM HÝENUM“