Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Síða 33
32
túlkuð í ljósi fantasíukenninga Rosemary Jackson.94 Það virðist liggja beint
við þegar upphafið er lesið:
Morð, morð! Þessi hryllilegi dauðadómur hefir hangið yfir mér eins
og tvíeggjað sverð í tvo áratugi. Hann kom eins og opinberun, öfl-
ugri en nokkur sannindi. Síðar staðfesti reynslan hann.
Hefir þú nokkurn tíma efast um það eitt augnablik, þegar leið
þín hefir legið fyrir húsasund í myrkri, að inni í sundinu biði þín
blóðþyrstur morðingi með hlaðna marghleypu?
Í tuttugu ár hefi ég verið að detta dauður niður frammi undan
dimmum húsasundum í náttmyrkri. […]95
En þegar framhaldið kemur verður breyting á. Þórbergur liðast út úr eigin
hvirfli „eins og ullarlopi“, fær á sig annað líkamsform sem hann sann-
reynir með snertingu en kærir sig alls ekki um: Hann segir írónískt frá
árangurslausum tilraunum sínum til að lúskra á morðingja sínum, til að
ná sambandi við ýmsa jarðlifendur og njóta unaðar tóbaks en lýsir líka
sárfyndinni örvæntingu sinni þegar hann reynir að sameinast aftur fyrri
líkama. Á endanum stendur hann með myrkfælnina fyrir utan líkhúsdyr
í kirkjugarðinum; negldur niður við íshellurnar af einberri hrylling – allt
um kring í nóttinni „hauslausir árar, holar augnatættur, holdgaðir djöflar!“
– uns lögregluþjónarnir sem báru skrokk hans í líkhúsið stíga út og hann
ræðst á annan þeirra, stekkur upp á axlirnar á honum og öskrar í eyrað á
honum – en sá fer bara að tala um veðrið.96 Einmitt þetta framhald – þar
sem „tvíeggjað sverð“ íróníunnar hangir rétt eins og dauðadómurinn yfir
lesendum ekki síður en Þórbergi (sviðsettum auðvitað!) – veldur því að
mér þykir skemmtilegast að túlka frásögnina sem sannferðuga eða blátt
áfram „raunsæja“ lýsingu á því sem Þórbergur óttast að kunni að gerast
þegar hann deyr – og því sem verður honum raun eða reynsla í gegnum
endurtekna óttaupplifun. Í sömu mund skemmtir hann auðvitað sjálfum
sér og þeim sem bréfið er stílað á – svo ekki sé minnst á aðra lesendur – og
ærslast með hugmyndir sem hann og Lára Ólafsdóttir hafa að einhverju
marki tileinkað sér; skopast að eigin lífhræðslu og myrkfælni, sendir skeyti
94 Jón Yngvi Jóhannsson, „„Er þetta ég?“ Um einn þátt í bréfi til Láru“, Mímir 1995,
bls. 71–76, hér bls. 71. Soffía Auður Birgisdóttir dregur í efa ákveðna þætti í grein
Jóns Yngva. Sjálf telur hún að textinn sýni „hversu erfitt [sé] að skilja að efnið og
andann í tungumálinu“. Ég skapa – þess vegna er ég, bls. 214.
95 Þórbergur Þórðarson, Bréf til Láru, bls. 90.
96 Sama rit, bls. 95.
BERGLJÓT SOFFÍA KRiSTJÁNSDÓTTiR