Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Page 37
36
dagslíkaminn geti skilist að meðan fólk er á lífi, þó að það sé ekki algengt;
hún segir það kunna að gerast þegar fólk er illa á sig komið eða í uppnámi,
en sé nauðaalgengt hjá þeim sem eru öðruvísi úr garði gerðir en venjulegir
menn, þ.e.a.s. miðlum. Þar með gefst kostur á að túlka á öðrum grundvelli
en hér hefur verið gert.110
En hvers konar viðhorf til vitundar og líkama er það eiginlega sem lýsir
af frásögn Þórbergs? Það er viðhorf ferlisins (e. process) en ekki uppistöð-
unnar (e. substance) sem gamalkunna aðgreiningin „efni ~ andi“ vitnar um.
Ferlis-viðhorfið byggist í sem stystu máli á þeim skilningi að sjálfsveran
sé umlukin „efnis-vitundar slíðrum“, sem ná út fyrir mörk hversdagslík-
amans; það gerir grein fyrir ferli hennar stig af stigi, frá hinu grófa og
líkamlega til þess sem verður æ erfiðara að eygja og lýsir endurfæðingum
þar til lokastiginu, sameiningu með hinu guðdómlega eða alheimsvitund-
inni er náð.111 Þessu viðhorfi fylgir eðlilega að sjálfsveran er ekki ein,
heldur mörg; sömuleiðis að sambandið milli líkama og vitundar er annað
en hjá kristnum tvíhyggjumönnum og líka annað en hjá einhyggjumönn-
um sem hneigjast til harðrar efnishyggju. Uppistöðu-viðhorfið miðar við
að verufræðilegur munur sé á vitund og efni en ferlis-viðhorfið leggur til
grundvallar verund (e. beingness) þessara fyrirbæra og telur að þau séu gerð
úr því sama, yfirleitt einhvers konar orku.112 Á þeim er því stigsmunur en
ekki eðlismunur. Fyrir vikið kallar ferlis-viðhorfið á að um það sé fjallað
á öðrum nótum en hefðbundna vestræna tvíhyggju og það hafa fleiri en
einn gert á síðustu árum. Í þeim hópi eru til að mynda Jay Johnston, Egil
Asprem og Geoffrey Samuel sem hér hefur verið vísað til og stunda öll
hug- eða mannvísindi. En raunvísindamenn hafa líka bent á takmarkanir
þeirrar vísindalegu aðferðar sem skoðar mannskepnuna fyrst og fremst
sem „skynsemishuga“ (e. rational cognisers) – allt frá Descartes til vorra
Upprunalega gefin út af Rider & Company, England, 1896. Benjamin Rowe setti
á tölvutækt form og felldi í Adobe Acrobat 2001, bls. 63–64, sótt 20. september
2016 af http://www.magicgatebg.com/Books/Dogma%20et%20Rituel%20de%20
la%20Haute%20 Magie%20Part%20i%20by%20Eliphas%20Levi.pdf.
110 Sjá Annie Besant, The Ancient Wisdom, bls. 35.
111 Sbr. Jay Johnston, „The „Theosophic Glance““, bls. 102; Egil Asprem „Pondering
imponderables“, bls. 149; Annie Besant, „Death – and After“, Theosophical Manuals
3, Adyar: The Theosophical Publishing House, 1906. Hér hefur verið stuðst við
rafræna endurútgáfu verksins: The Project Gutenberg EBook, 2006, unna af Bryan
Ness, Sankar Viswanathan, og prófarkalesarateymi, hér einkum bls. 7–8. Sótt 19.
september 2016 http://www.ignaciodarnaude.com/revelacion_extraterrestre/Bes-
ant,Death%20and%20after.pdf .
112 Sjá Jay Johnston, „The „Theosophic Glance““, bls. 102.
BERGLJÓT SOFFÍA KRiSTJÁNSDÓTTiR