Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Page 38
37
daga. Það á m.a. við um indverska stjörnufræðinginn Ravi Ravindra sem
setur á oddinn ólíkt hlutverk vísinda – og jóga. Hann bendir á að hlutverk
vísinda sé að skilja og ná valdi á ferlum í náttúrunni og þau noti skynsem-
ishugann til rannsókna og skýringa; jóga miðist hins vegar við að umbreyta
mönnum svo að þeir geti „reynt heiminn handan veruleikans“ og er þá
hugsunin af sama toga og hjá Þórbergi.113 Ravindra kallar jóga líka allt í
senn vísindi, list og trú þar eð það snýst um að vita, gera og vera, en hann
tekur fram að markmið þess sé handan þessa þrenns – og allra andstæðna
sem því fylgja, bæði í Bhagavad Gita og Yoga Sutra.114
Sérstaklega skal tekið fram að í umfjöllunum um ferlis-viðhorfið hafa
verið settar fram tilteknar túlkanir sem ættu að geta nýst einkar vel til
113 Sjá Ravi Ravindra, „Yoga, Physics, and Consciousness“, Science, Consciousness &
Ultimate Reality, ritstj. David Lorrimer, Exeter: imprint Academic, 2004, bls.
93–98, hér bls. 94–95. Ég vísa tvisvar í bókina Science, Consciousness & Ultimate
Reality í þessari grein og því skal nefnt að textarnir í henni eiga rót sína að rekja til
samnefnds verkefnis sem styrkt var af John Templeton Foundation en markmið
hennar er ekki síst að styrkja samspil vísindalegra rannsókna og trúarbragða. Vert
er að vera á varðbergi gagnvart stofnuninni af því að hún hefur t.d. stutt afneitara
loftslagsbreytinga. Til ráðstefna, sem fjallað hafa um trúmál og stofnunin hefur
fjármagnað, hefur þó jafnt verið boðið guðleysingjum, eins og líffræðingnum Rich-
ard Dawkins, og trúuðum eins og erkibiskupnum George Pell. Það er þó að mínu
viti ekki lykilatriði heldur hitt, hvaða afleiðingar það kann að hafa til frambúðar að
einn einkaaðili – með skýra trúarslagsíðu – ausi ótöldum peningum í rannsóknir á
grundvallarspurningum í vísindum: spurningum um frjálsan vilja, uppruna alheims-
ins o.s.frv. Þeir sem hér er vitnað til, Ravindra og seinna Clarke, hafa hins vegar,
rétt eins og t.d. Dawkins, verið á sömu skoðun annars staðar en í þessari bók. Og
hið eina sem maður getur gert þegar menn vinna verk sín kostaðir af vafasömum
aðiljum – sem ófáir vísindamenn gera um þessar mundir – er að meta hvert einstakt
tilvik fyrir sig. Um John Templeton Foundation, sjá t.d. jamess, „The Dark Money
Funding Climate Change Denial“, Daily Kos, sótt 10. maí 2016 af http://www.
dailykos.com/story/2013/12/22/1264731/-The-Dark-Money-Funding-Climate-
Change-Denial; Libby A. Nelson, „Where Philosophy Meets Theology. The
influx of money for philosophy research from the religiously inclined Templeton
Foundation has raised some eyebrows in the discipline“, Inside Higher ED, 21. maí
2013, sótt 19. maí 2016 af https://www.insidehighered.com/news/2013/05/21/
some-philosophy-scholars-raise-concerns-about-templeton-funding; John Horgan,
„The Templeton Foundation. A Sceptic’s Take“, The Chronicle of Higher Education,
7. apríl 2006, sótt 22. apríl 2016 af www.chronicle.com/article/The Templeton-
Foundation-a/20080. Sjá einnig sömu grein, Edge, sótt 22. apríl 2016 af https://
www.edge.org/conversation/john-horgan-the-templeton-foundation-a-skeptics-
take. Á Edge má lesa skrif ýmissa vísindamanna í framhaldi af grein Horgans.
114 Sbr. Ravi Ravindra, The Spiritual Roots of Yoga. Royal Path to Freedom, Sandpoint:
The Morning Light Press, 2006, bls. 3–4.
„Að PREDiKA DÝRAVERNDUN FYRiR SOLTNUM HÝENUM“