Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Side 40
39
iste (Fútúristinn Mafarka) – en einnig má nefna sem dæmi bréf James Joyce
til Nóru konu sinnar, þar sem hann líkir sköpun skáldsögunnar Ulysses
(Ódysseifur) og fæðingu hennar við meðgöngur Nóru og barnsburði.119
Saga Marinettis hefur verið tengd móðurlausri fæðingu gólemsins og
móðurlausum fæðingum í alkemíu ekki síður en þróunarhugmyndum líf-
fræðingsins Jean-Baptiste Lamarck, auk þess sem um hana hefur verið
fjallað í ljósi spurningarinnar „Klámfengin dulspeki – dulrænt klám“?120
En velti maður vöngum yfir frásögn Þórbergs, þeim sem hún er stíluð
á, kveikju hennar og félagssamhenginu, sem skáldið hrærist í um það bil
sem hann lýsir óléttu sinni, er sennilega annað nærtækara en skáldskapur
Marinettis.
Í íslenskum þjóðsögum er sagan „Hjónin og loðsilungurinn“ þar sem
karlmaður verður óléttur, og ólíklegt er annað en Þórbergur með allan
sinn þjóðsagnaáhuga hafi þekkt hana.121 En í kenningum guðspekinnar
og sögu guðspekihreyfingarinnar var líka sitthvað sem ætla má að hafi ýtt
undir umhugsun hans um karlmenn „sem konur“.
Óléttufrásögnin er hluti af 23. kafla þar sem Þórbergur segir Láru frá
því að í vitund hans sé „ekki mikill munur á hugmynd og ytri veruleika“ og
rekur ýmis dæmi þess að hann sé næmari en gerist og gengur, nefnir m.a.
að í vondu veðri sé hann „sljór og heilsulaus“ en í góðu „magnaður lífsfjöri
og andríki“; svo og að hann hafi verið litinn hornauga í bernsku af því að
hann hafi fundið „pyþagórísku setninguna“.122 Skáldið kveðst einkennast
af því „sem á erlendu máli er kallað sensitiveness“ eða „næmleika“ og tekur
sérstaklega fram í upphafi:
119 Sjá t.d. Christine Kanz (höfundur) og Adam Cmiel (listamaður), „Ex-Corporation.
On Male Birth Fantasies“, Imaginations 1–2/2011, bls. 53–67, hér bls. 56 og Susan
Stanford Friedman, „Creativity and the Childbirth Metaphor. Gender Difference
in Literary Discourse“, Feminist Studies 1/1987, bls. 49–82, hér bls. 57. Sjá einnig
Filippo Tommaso Marinetti, Mafarka the Futurist. An African Novel, þýð. Carol
Diethe og Steve Cox, London: Middlesex University Press, 1998; Letters of James
Joyce, ritstj. Richard Ellman, 2. bindi, New York: Viking Press, 1967, bls. 308.
120 Sjá Christine Kanz og Adam Cmiel, „Ex-Corporation“, bls. 58–61 og Benedikt
Hjartarson, „Andinn og eggjastokkurinn. Um framúrstefnu, dulspeki og klám“,
Fléttur iii, ritstj. Annadís Gréta Rúdólfsdóttir o.fl., Reykjavík: Rannsóknarstofnun
í jafnréttisfræðum og Háskólaútgáfan, 2014, bls. 57–87, tilvitnun bls. 66.
121 Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri, 4. bindi. Safnað hefur Jón Árnason. Ný útgáfa. Árni
Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útgáfuna. Reykjavík: Bókaútgáfan
Þjóðsaga, 1956, bls. 14–15.
122 Þórbergur Þórðarson, Bréf til Láru, bls. 107–108 og 110.
„Að PREDiKA DÝRAVERNDUN FYRiR SOLTNUM HÝENUM“