Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Side 42
41
Tilfinning barnsins sem lýst er með guðspekilega orðalaginu „að sog-
ast út úr hinum sýnilega heimi“ kallast glettnislega á við þá fullyrðingu
Þórbergs að hann hafi ekki trúað á áhrifamátt hins kristilega kveðskapar
– sem kemur heim og saman við að hann fullyrti að hann hefði ekki verið
trúaður í bernsku – og skopið nær hámarki þegar „flóðtaflan“ kemur í stað
bænarinnar.126 En jafnvel þótt horft sé framhjá guðspekilega orðalaginu
eru hugmyndir guðspekihreyfingarinnar – og atburðir sem settu mark
sitt á hana – nærri í þessum texta og frásögninni allri. Rétt er því að drepa
á fáein atriði sem sýna það, meðal annars af því að sagt hefur verið að
óléttu- og barnsburðarlíkingin sé alltaf „þunguð“ af merkingu þar sem
hún vísi til hugmyndarinnar um að vera móðir í menningunni allri á hverj-
um tíma.127
Konur settu mjög svip sinn á guðspekihreyfinguna sem var nátengd
réttindabaráttu kvenna. Helena Blavatskíj var ekki aðeins annar stofnenda
hreyfingarinnar (1885) heldur líka einn helsti hugmyndafræðingur hennar
framan af; Annie Besant varð hins vegar forseti indversku deildarinnar
(1907) – hreyfingin klofnaði í indverska og bandaríska deild í valdabar-
áttu milli manna eftir dauða Blavatskíj – og var síst eftirbátur Blavatskíj
í hugmyndasköpun.128 Meðal guðspekinga, t.d. á Englandi, fóru á köfl-
um fram miklar umræður um hið andlega, kyn og kynlíf – þar á meðal
samkynhneigðra. Sjálft kyn Blavatskíj varð fólki á viktoríutímunum mikið
umhugsunarefni en hún virðist hafa sviðsett sig ýmist sem karl eða konu
og aukið á kyngervistvíræðnina sem lék um hana með klæðaburði sín-
um.129 Nýlega hefur jafnvel verið stungið upp á að hún hafi í reynd verið
hermafródíta og haft bæði kynfæri karls og konu.130
En svo mjög sem konur innan guðspekihreyfingarinnar létu til sín taka
og voru milli tannanna á fólki, markaðist staða þeirra líka af feðraveldissam-
126 Sbr. Þórbergur Þórðarson, „Bréf til jafnaðarmanns“, bls. 380.
127 Sjá Susan Stanford Friedman, „Creativity and the Childbirth Metaphor“, bls. 51.
128 Um Annie Besant sem forseta, sjá Joy Dixon, The Divine Feminine, 46/4353 og
1000/1040/4353. Sjá einnig Siv Ellen Kraft, „Theosophy, Gender and the „New
Woman““, bls. 357.
129 Sjá Joy Dixon, Divine Feminine, 369–380/4353.
130 Sjá Siv Ellen Kraft, „„There is Nothing of the Woman in Me“. Madame Blavatsky,
Teosofi og Utopisk Feminisme“, Erobring og Overskridelse. De Nye Kvinnene Inntar
Verden 1870–1940, ritstj. Tone Hellsund og inger Marie Okkenhaug, Osló: Unipub
Forlag, 2003, bls. 125–142, hér bls.134. Hér vitnað eftir Per Faxneld, „Blavatsky
the Satanist. Luciferianism in Theosophy, and its Feminist implications“, Temenos
2/2013, bls. 203–230, hér bls. 223.
„Að PREDiKA DÝRAVERNDUN FYRiR SOLTNUM HÝENUM“