Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Síða 44
43
ismanna þeirra ekki lágt.135 Leadbeater var þá af ýmsum talinn „fjölkunn-
ugur“, ekki síður en karlinn í Suðursveit, og jafnvel gefið í skyn að hann
væri bæði barnaníðingur og vampíru-sjáandi (e. psychic vampire) sem nýtti
hvorttveggja til að efla svartagaldur.136 En Leadbeater skrifaði líka um
„næma menn“. Í The Hidden Side of Things (Hinir huldu þættir hlutanna)
er t.d. kafli sem nefnist „Sensitive People“ (Næmt fólk) og þar er einnig
gerð grein fyrir áhrifum veðurs á lífsfjörið (e. vitality).137 Um áhrif illra
hugsana – sbr. útburðarhugmynd Þórbergs og líðan hans í framhaldinu –
ræddi Leadbeater aftur á móti með Annie Besant í ritinu Thought-Forms
(Hugsanaform, 1901).138 Loks vék hann hvað eftir annað að síðustu endur-
holdgun sinni en svo merkilega vill til að hann var að eigin sögn lærisveinn
meistarans D.K. sem var aftur helsti lærisveinn Pýþagórasar í Grikklandi
hinu forna.139
135 Joy Dixon, Divine Feminine, 1376/4353. Um guðspekina, Blavatskíj, Leadbeater
og ásakanir á hendur honum, tókust þeir á, Sigurður Þórólfsson og Sigurður Kri-
stófer Pétursson, drýgstan hluta ársins 1921. Sjá greinar Sigurðar Þórólfssonar:
„Svar til J.Bj.“, Morgunblaðið, 20. mars 1921, bls. 1–2; „Guðspekin“, Morgunblaðið,
13. apríl 1921, bls. 2–3; „Undirstaða guðspekinnar“, Morgunblaðið, 17. júní 1921,
bls. 2; 23. júní, bls. 2–3; „Sókn og vörn“, Morgunblaðið, 12. október 1921, bls. 2–3,
14. október, bls. 2–3 og 18. október, bls. 2; „Bjargráðin hans nafna“, Morgunblaðið,
27. nóvember 1921, bls. 3, 7. desember, bls. 2 – og greinar Sigurðar Kristófers
Péturssonar: „Kristhugmynd guðspekinnar“, Morgunblaðið, 3. apríl 1921, bls. 3, 6.
apríl, bls. 3; „Á víð og dreif“, Morgunblaðið, 24. maí 1921, bls. 2–3, 26. maí, bls. 2–3;
„Eftirför“, Morgunblaðið, 24. júlí 1921, bls. 2, 27. júlí 1921, bls. 2–3; „Varnargrein“,
Morgunblaðið, 3. nóvember 1921, bls. 3, 8. nóvember 1921, bls. 2 og 4; „Önnur
varnargrein“, Morgunblaðið, 30. desember 1921, bls. 3.
136 Um er að ræða gagnrýni rithöfundarins Dion Fortune [Violet Firth] sem gengið
hafði úr guðspekihreyfingunni og rak harðan áróður gegn Leadbeater og félögum
hans, sbr. Gregory John Tillett, The Elder Brother. A Biography of Charles Webster
Leadbeater, New York: Routledge, 2016, bls. 203–204.
137 Charles W. Leadbeater, The Hidden Side of Things, New York: Cosimo, 2007 [1913],
bls. 132.
138 Annie Besant og C.W. Leadbeater, „Three Classes of Thought-Forms“, Thought-
Forms, London: The Theosophical Publishing House, 1925. Hér er stuðst við
rafbók frá Project Gutenberg, www.gutenberg.org/files/16269/16269-h/16269-h.
htm.
139 Sjá Gregory Tillett, The Elder Brother, bls. 47. Hér væri þörf að kanna miklu fleira
sem snýr að hinu andlega og millikyninu og hafa þá hliðsjón af höfundarverki
Þórbergs öllu. Fróðlegt væri t.d. að athuga hvort tengsl væru milli skrifa hans og
frægasta ritsins um millikynið, þ.e. bókar samkynhneigða sósíalistans Edwards
Carpenters, The Intermediate Sex sem kom út 1908. Carpenter fór til Ceylon (Sri
Lanka) og komst að raun um að kynlíf er ekki synd meðal hindúa heldur kjarnaatriði
í trúarbrögðum þeirra. Bæklingar og bækur sem hann samdi heimkominn eru talin
meðal fyrstu verka í réttindabaráttu samkynhneigðra en að auki eru þau merkileg
„Að PREDiKA DÝRAVERNDUN FYRiR SOLTNUM HÝENUM“