Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Qupperneq 46
45
fylgir henni eftir með því að setja ímyndunarafl sitt og sköpunarþátt lík-
ingarinnar á oddinn: „Þetta er eitt af fyrstu sköpunarverkum míns auðuga
ímyndunarafls.“145 En það hangir fleira á spýtunni. Í Bréfi til Láru gagn-
rýnir hann guðspekinga opinskátt, samanber sautjánda kafla, en óánægja
hans með ýmsar hugmyndir þeirra leynist líka í ærslafengnum frásögnum
bókarinnar. Svo jafnréttissinnaður sem Þórbergur var, má draga þá ályktun
af óléttufrásögninni að hann hafi ekki endilega hrifist af andrógýnum og
hermafródítum Blavatskíj; hvað þá heldur að hann hafi beðið spenntur
eftir að verða kona í seinni lífum, svo að vísað sé til hugmynda Besant og
Leadbeaters. Að minnsta kosti er írónían ansi beitt þegar hann leggur að
jöfnu „yfirskygging heilags anda úr biblíusögunum“ og stúlku í Eyjafirði
sem varð ólétt af trekk – og sér ástæðu til að taka fram „Hún fæddi mey-
barn“.146 Og hvernig á að túlka orð hans þegar hann tengir menningar-
stöðu kvenna nýuppgötvaðri óléttu sinni?:
Þá datt sú sannfæring yfir mig eins og þruma úr heiðskíru lofti, að
ég væri orðinn óléttur. Ég fór að rannsaka mig. Ég þreifaði, kreisti
og þuklaði. Ég fann öll einkenni þess að þetta væri ekki ímyndun.
Konur hafa gaman af þessu. Það er atvinna þeirra.147
Enda þótt Þórbergur reki hér tunguna vísvitandi framan í penheit sinna
tíma, og samfélagsgerðina sem hann sveiflar vendinum linnulaust yfir í
bókinni, beinist skopið vísast líka að honum sjálfum sem fullorðnum karl-
manni. Hann lifir í karlveldismenningu og nýtur ákveðinna forréttinda
sem karlmaður – að minnsta kosti eftir að hann brýst úr fátækt – en hefur
hrifist af guðspeki og „bræðralagskenningu“ hennar, svo og jafnaðarstefn-
unni, sem „boðar mannkyninu efnalegt réttlæti, hamingju, mentun, frið og
bræðralag“ svo að notuð séu hans eigin orð.148 En framtíðarsýn hans fylgir
að breyting verður á högum hans sjálfs. Og mig grunar að í eiturfyndinni
lýsingu hans á óléttunni, leynist kannski dálítið óöryggi og áhyggjuvottur.
Ég gamna mér að minnsta kosti við að sjá hann fyrir mér þar sem hann
hugleiðir hvernig hlutskipti það verði þegar hann gengur ekki bara um
óléttur, heldur þjónar ungum körlum og öldnum, ekki endilega í Evrópu
145 Sjá sama rit, bls. 117.
146 Sjá sama rit, bls. 110–111 (leturbreyting mín).
147 Sama rit, bls. 109 (leturbreyting mín).
148 Sjá Þórbergur Þórðarson, Meistarar og lærisveinar, bls. 67 og „Heimspeki eymd-
arinnar“, Réttur 2/1927, bls. 149–174, hér bls. 167.
„Að PREDiKA DÝRAVERNDUN FYRiR SOLTNUM HÝENUM“