Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2017, Side 49
48
svo sannfærandi yfirbragð þess að sveitamaður segi frá bernskri reynslu
að maður gleypir árum saman fluguna sem Þórbergur egnir fyrir mann og
áttar sig ekki á nema ögn af listfenginu og grallaraskapnum fyrr en maður
leggst í nokkrar af sömu bókunum og hann las. Titill þessarar greinar er
sóttur í dagbókarbrot Þórbergs sem birtust undir nafninu „Úr dagbók
Mahatma Pabýli“ en Papbýli er dalur í Suðursveit, ögn austar en Hali.158
Og mahatma skáldsins, sá meistari, sem hann tók jafnan mark á og nam af,
var Suðursveit, náttúran, mannlífið, sögurnar, ljóðin og fróðleikurinn – og
um það ber óléttufrásögnin fagurt vitni.
Ég hef hér hvað eftir annað vísað í ummæli Þórbergs sem ég hef tekið
gild en læt nú að því liggja að hann sé að skrökva því að hann hafi barn-
ungur óttast að hann væri barnshafandi. Hvaða aðferð hef ég við að meta
sannleiksgildi orða hans? Hún er ekki hávísindaleg heldur byggist frek-
ast á almennri aðferð í mannlífinu: Hafi ég ekki ríka ástæðu til að rengja
hann, læt ég það vera. Um Blavatskíj hefur verið sagt að „hún eyddi heilli
ævi í að tryggja að útilokað væri að greina staðreynd frá hugarflugi henn-
ar“.159 Ég kysi ekki að hafa þau orð um Þórberg þó að hann geri mönnum
stundum erfitt fyrir um slíka aðgreiningu. Hann var líklega öðru fremur
sannleiksleitandi og í óléttufrásögninni, skiptir meiru sannleikurinn um
sjálfan hann, um djúpstæða löngunina til að skilja fyrirbæri, um leikandi
ímyndunaraflið, þrálátan óttann og tindrandi skopið, en hvenær hann upp-
lifði sig óléttan.160
Að lokum
Ég minntist fyrir margt löngu á upprunasögu vísindanna. Í grein um
skammtafræði, vitund og sjálf, sem birtist snemma á þessari öld, segir
158 Sjá Þórbergur Þórðarson, „Úr dagbók Mahatma Pabýli“, Tímarit Máls og menn-
ingar 2/1949, bls. 76–79, orð í titli greinar bls. 79. Þórbergur notar orðið Pabýli
(„Papbýli)“ í víðari merkingu, sbr. að í „Bréfi til Kristins“ sem birt var við endur-
útgáfu Bréfs til Láru 1950, segir hann „Hala í Pabýli, 14. ágúst 1950“ („Bréf til
Kristins“, bls. 207).
159 Sjá Maria Carlson, No Religion Higher Than Truth. A History of the Theosophical
Movement in Russia, 1875–1922, Princeton: Princeton University Press, 2015
[1993], bls. 43. Á ensku segir: „Mme. Blavatsky spent a lifetime ensuring that it
would be impossible to separate fact from her fantasy.“
160 Í þessu samhengi skal nefnt að á einum stað í Bréfi til Láru segir Þórbergur:
„Ímyndunaraflið er samvitund við umheiminn“. Hann er að ræða um „líf í guði“ en
fullyrðingu hans mætti og þyrfti að skoða með hliðsjón af hugmyndum um vitund
og sjálf og sömuleiðis með augun á tengslum texta ólíkra höfunda. Sjá Þórbergur
Þórðarson, Bréf til Láru, bls. 46.
BERGLJÓT SOFFÍA KRiSTJÁNSDÓTTiR